Sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hafa ákveðið að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna 25. septemer 2021.
Verkefnið hefur hlotið nafnið Sveitarfélagið Suðurland og er unnið í samræmi við stefnu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga og þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023.
Í verkefnishópnum sitja tveir fulltrúar úr hverri sveitarstjórn, auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. Formaður samstarfsnefndar er Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra. Hópurinn hefur samið við RR ráðgjöf um að stýra verkefninu og leiða vinnu við greiningar.