Um starfshópana

Liður í verkefninu „Sveitarfélagið Suðurland“ er að meta stöðu sveitarfélaganna, horfur í rekstri og þjónustu og líkleg áhrif sameiningar á þessa þætti.Í verkefnisáætlun er gert ráð fyrir að skipaðir verði starfshópar um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.

Við val á fulltrúum í starfshópa er lagt til að valdir verði þátttakendur með þekkingu á málefninu, en jafnframt verði eins og kostur er gætt að kynjahlutföllum, aldurssamsetningu og að íbúar af erlendum uppruna eigi aðkomu. Áætlað er að í hverjum starfshópi verði um það bil 15 fulltrúar, eða 2-3 fulltrúar frá hverju sveitarfélagi. 

Um hlutverk starfshópa

Hver starfshópur ræðir tiltekin verkefni sem verkefnishópurinn hefur gefið ákveðinn ramma um. Markmið með vinnu starfshópa er að fá fram upplýsingar um stöðu og sjónarmið fyrir mótun framtíðarsýnar, og stuðla að auknum samskiptum milli aðila. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda.

Starfshóparnir er verkefnishópnum til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi. Starfshópnum er einnig ætlað að greina styrkleika og veikleika í viðkomandi málaflokki og þær ógnanir og tækifæri sem felast í mögulegri sameiningu. Það efni sem til verður nýtist í áframhaldandi vinnu með framtíðarsýn ef sveitarstjórnirnar sem að verkefninu standa ákveða að hefja formlegar viðræður.