Stjórnsýsla og fjármál

Starfshópur um stjórnsýslu og fjármál  lagði mat á stjórnsýsluna eins og hún er í dag og hvaða breytingar eru líklegar ef til sameiningar kemur. Sérstaklega verður fjallað um möguleika til að tryggja áhrif íbúa á tilgreind nærþjónustuverkefni, til dæmis með skipan heimastjórna með skýrar heimildir til ákvarðana, samanber 132. gr. svstjl. nr. 138/2011. Einnig verða skoðaðar leiðir í rafrænni stjórnsýslu sem geta aukið skilvirkni í þjónustu og afgreiðslu mála gagnvart íbúum sveitarfélaganna, þ.mt. með aukinni sjálfsþjónustu.

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna verður greind og lagt mat á áhrif sameiningar á þróun fjárhags sveitarfélaganna. Mikilvægt er að slík greining sé unnin í samráði við fjármálaráðgjafa/endurskoðendur sveitarfélaganna. Rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir sameinað sveitarfélag verður byggður á fyrirliggjandi áætlunum sveitarfélaganna, og áhrif sameiningar metin á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá verður samanburður á gjaldskrám og álagningarstofnum. 

Í starfshópnum sitja:
Lilja Einarsdóttir                                sveitarstjóri  Rangárþingi eystra
Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþingi ytra
Anton Kári Halldórsson oddviti Rangárþingi eystra
Ásta B. Ólafsdóttir oddviti hreppsnefndar Ásahreppi
Einar Freyr Elínarson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshreppi
Elín Grétarsdóttir hreppsnefndarmaður Ásahreppi
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sveitarstjórnarmaður Skaftárhreppi
Karl Antonsson skrifstofustjóri/fjármálstjóri Skaftárhreppi
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri Rangárþingi ytra
Katrín Gunnarsdóttir skólastjóri/sveitarstjórnarmaður Skaftárhreppi
Kolbrún Magga Matthíasdóttir  skrifstofustjóri Mýrdalshreppi
Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármála- og skrifstofustjóri Rangárþingi eystra
Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhreppi
Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri

Mýrdalshreppi

Minnisblað starfshóps um stjórnsýslu og fjármál

Ítarefni starfshóps

Samantekt ársreikninga 2013-209 og áætlana 2020-2023