Samskiptasáttmáli verkefnisins

Sáttmáli þessi nær til fulltrúa í verkefnishópi Sveitarfélagsins Suðurlands, aðal- og  varamanna, starfsmanna og fulltrúa í starfshópum. Sáttmálinn gildir um samskipti í öllum þeim verkefnum og samtölum sem leiða af verkefnisins.

Við undirrituð virðum þagnarskyldu og gætum trúnaðar við meðferð upplýsinga við störf okkar. Við ræðum um verkefnið á uppbyggilegan hátt út á við, virðum skoðanir hvors annars og tökumst á við áhyggjur og ágreining innan hópsins.

 • Samskipti okkar byggja á einkunnarorðum og gildum verkefnisins sem eru:
  • Við nálgumst verkefnið af gleði og með opinn hug. Samskipti okkar einkennast af heiðarleika, hreinskilni og virðingu.
  • Svona viljum við hafa samskipti á fundum:
   • Við virðum skoðanir hvers annars og gætum að orðalagi og fasi.
   • Við erum kurteis og yfirveguð og sýnum hvert öðru virðingu.
   • Við erum málefnaleg og hnitmiðuð í málflutningi.
   • Við höldum athygli og hlustum á hvert annað.
   • Við mætum á réttum tíma.
   • Við virðum fundarstjórn.
   • Við erum vel undirbúin.
   • Við erum hreinskilin og rýnum til gagns.
  • Hver og einn í verkefnishópnum tekur ábyrgð á eigin hegðun og bætir fyrir slæm samskipti eins fljótt og auðið er.
  • Fundarstjóri:
   • sér til þess að allir fái að tjá sig
   • gætir þess að allar skoðanir komi fram
   • virðir tímaáætlun
   • leiðir fram niðurstöðu
   • gerir stutt fundarhlé á löngum fundum

Samþykkt á fundi verkefnishóps í mars 2020