Mýrdalshreppur

Mýrdalshreppur varð til við sameiningu Dyrhólahrepps og Hvammshrepps árið 1984. Íbúar eru 719 og af þeim búa um 65% í Vík í Mýrdal.

Sveitarfélagið afmarkast af Jökulsá og Jökulsárgili í vestri. Í norðri liggja mörk sveitarfélagsins um Mýrdalsjökul frá Goðlandsjökli í vestri að Kötlujökli í austri og að austan um Mýrdalssand austan við Háöldu og að ósi Blautukvíslar.

Í Mýrdalshreppi eru margar stórbrotnustu náttúruperlur landsins með fossum eldfjöllum, söndum og jöklum. Beljandi jökulfljót og víðáttumiklir sandar mynda mótvægi við grasi grónar heiðar og láglendi. Í norðri gnæfir Mýrdalsjökul í öllu sínu veldi. Fjöll og dalir eru gróðursæl, en sumar heiðar eru rýrar og þar hefur verið gróður skemmst eftir gosið í Eyjafjallajökli árið 2010.

Sem landbúnaðarhérað er sveitin kjörlendi til ræktunar þar sem gróðursæld og fjölbreytni í gróðri og fuglalífi er mikil enda er veðurfar milt á íslenska vísu, jafnt á sumri sem að vetri. Af náttúruperlum auk Mýrdalsjökuls má nefna Dyrhólaey, Víkur- og Reynisfjöru, Reynisdrangar, Hjörleifshöfða, Kötlu, Heiðardalinn, Höfðabrekkuheiði, Höfðabrekkuafrétt, Þakgil og Gæsavatn.