Starfshópur um stjórnsýslu og fjármál leggurmat á stjórnsýsluna eins og hún er í dag og hvaða breytingar eru líklegar ef til sameiningar kemur. Sérstaklega verður fjallað um möguleika til að tryggja áhrif íbúa á tilgreind nærþjónustuverkefni, til dæmis með skipan heimastjórna með skýrar heimildir til ákvarðana, samanber 132. gr. svstjl. nr. 138/2011. Einnig verða skoðaðar leiðir í rafrænni stjórnsýslu sem geta aukið skilvirkni í þjónustu og afgreiðslu mála gagnvart íbúum sveitarfélaganna, þ.mt. með aukinni sjálfsþjónustu.
Fjárhagsstaða sveitarfélaganna verður greind og lagt mat á áhrif sameiningar á þróun fjárhags sveitarfélaganna. Mikilvægt er að slík greining sé unnin í samráði við fjármálaráðgjafa/endurskoðendur sveitarfélaganna. Rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir sameinað sveitarfélag verður byggður á fyrirliggjandi áætlunum sveitarfélaganna, og áhrif sameiningar metin á framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá verður samanburður á gjaldskrám og álagningarstofnum.
Í starfshópnum sitja: | ||
Ágúst Sigurðsson | sveitarstjóri | Rangárþingi ytra |
Anton Kári Halldórsson | sveitarstjóri | Rangárþingi eystra |
Ásta B. Ólafsdóttir | oddviti hreppsnefndar | Ásahreppi |
Einar Freyr Elínarson | oddviti sveitarstjórnar | Mýrdalshreppi |
Elín Grétarsdóttir | hreppsnefndarmaður | Ásahreppi |
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir | sveitarstjórnarmaður | Skaftárhreppi |
Karl Antonsson | skrifstofustjóri/fjármálstjóri | Skaftárhreppi |
Klara Viðarsdóttir | fjármálastjóri | Rangárþingi ytra |
Katrín Gunnarsdóttir | skólastjóri/sveitarstjórnarmaður | Skaftárhreppi |
Kolbrún Magga Matthíasdóttir | skrifstofustjóri | Mýrdalshreppi |
Margrét Jóna Ísólfsdóttir | fjármála- og skrifstofustjóri | Rangárþingi eystra |
Sandra Brá Jóhannsdóttir | sveitarstjóri | Skaftárhreppi |
Þorbjörg Gísladóttir | sveitarstjóri | Mýrdalshreppi |