Upplýsingaöryggi

Upplýsingaöryggi er órjúfanlegur hluti af stafrænni vegferð hvort sem um er að ræða hjá sveitarfélögum, stofnunum eða í einkafyrirtækjum.

Upplýsingaöryggi nær yfir alla þætti upplýsinga, meðferð þeirra, flutning og hverjir hafa aðgang að upplýsingum. Það getur átt við netöryggi, gagnaöryggi, aðgangsmál að skjölum bæði á pappír og rafræn, meðferð vinnuskjala á skrifborðinu og persónuvernd einstaklinga.

Við getum öll verið á varðbergi í upplýsingaöryggi, bæði heimafyrir og á vinnustaðnum.

Október er alþjóðlegur netöryggismánuður og því tilvalið að rifja aðeins upp út hvað netöryggi gengur og hvernig það snertir okkur öll.

Lottóvinningur í Lesetó

Góð öryggisráð fyrir netverslun