Um stafrænt Suðurland

Verkefnið Stafrænt Suðurland er undirverkefni Sveitarfélagsins Suðurlands og er markmiðið að undirbúa sveitarfélögin undir veitingu stafrænnar þjónustu og stjórnsýslu.

Margrét V. Helgadóttir hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri til eins árs til að stýra verkefninu.
Auk þess er búið að skipa samráðshóp fyrir stafrænt Suðurland með fulltrúum úr öllum sveitarfélögunum fimm. 

Markmið verkefnisns er að móta einskonar stafrænt ráðhús og þjónustuver fyrir Sveitarfélagið Suðurland og ná þannig fram hagræðingu í rekstri, auknu öryggi í vinnslu gagna og meiri sérhæfingu í störfum.

Stafrænt ráðhús auðveldar stafræn samskipti við íbúa innan Sveitarfélagsins Suðurlands og eykur möguleika á sjálfsafgreiðslu og sömu þjónustu við alla íbúa óháð búsetu.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið gefur Margrét V. Helgadóttir verkefnastjóri.  Margrét er með fasta starfsstöð á bæjarskrifstofunum á  Hvolsvelli auk þess að vera í heimsóknum í öðrum sveitarfélögum. Hægt er að ná í Margréti í  síma 825 5919 og í tölvupósti margret@svsudurland.is