Spurt og svarað

 • Hvað gerist ef sveitarfélögin sameinast ekki?

  Þá starfa sveitarfélögin fimm áfram á sama hátt og áður og takast á við áskoranir ýmist með samstarfi eða ein og sér.  Alþingi hefur samþykkt nýtt íbúalágmark inn í sveitarstjórnarlögin sem sum sveitarfélaganna þurfa að taka til umræðu. 

  Í því skyni að auka sjálfbærni sveitarfélaga og tryggja getu þeirra til að annast lögbundin verkefni skal stefna að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags sé ekki undir 1.000 árið við sveitarstjórnarkosningar 2026. (250 íbúar árið 2022)
      Ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 við almennar sveitarstjórnarkosningar skal sveitarstjórn þess, [..]::
       a.      hefja formlegar sameiningarviðræður á grundvelli 119. gr. eða
       b.      vinna álit um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum, sbr. 1. mgr., og um þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum sameiningar sveitarfélagsins við annað eða önnur sveitarfélög.

   [..] þar skal m.a. fjallað um fjárhagslega og félagslega þætti sveitarfélagsins, íbúaþróun, þjónustu sveitarfélagsins og aðrar samfélagslegar aðstæður. 

 • Verða skólar og leikskólar sameinaðir?

  Lagt er upp með að skólar og leikskólar starfi áfram á þeim stöðum þar sem þeir eru nú, enda eru fjarlægðir það miklar að erfitt getur reynst að sameina skóla. 

 • Varðandi Stafrænt Suðurland. Mun það verkefni skila auknu gegnsæi í stjórnsýslunni og opna hana betur fyrir íbúum? Ef svo er, þá hvernig? Hvernig verður t.d. ritun og birtingu fundargerða háttað? Verða allar fundargerðir sveitarfélaga rafrænar (ekki skönn

  Það er hluti af verkefninu að auka gegnsæi í stjórnsýslu og gera upplýsingar aðgengilegri fyrir íbúa. Að sjálfsögðu eru þar undantekningar þegar viðkvæm málefni eru til umfjöllunar sbr. barnaverndarmál og önnur málefni sem varin eru af lögum um persónuvernd eða öðrum trúnaðarreglum. Öll sveitarfélögin birta fundargerðir á vefnum, en eins og þú bendir á er það með misaðgengilegum hætti. Einn hluti verkefnisins er einmitt að skilgreina  verkferlið við fundargerðir  í dag, og hvernig er best að hagræða því þannig að það verði sem aðgengilegast fyrir íbúa að sjá hvaða ákvarðanir hafa verið teknar og hvaða verkefni eru í vinnslu. Það getur bæði verið beint á ytri vefinn og í sumum tilfellum eru þessar upplýsingar inn á íbúagáttum - Við eigum alveg eftir að skoða hvernig það verður útfært.

 • Hver verður staða Kirkjuhvols inni í stjórnsýslunni ef sameinað verður? Mun nýtt sveitarfélag reka Kirkjuhvol sem sjálfstæða einingu?

  Sameiningin hefði ekki áhrif á rekstur dvalarheimila og breytingar á starfsemi þeirra eða rekstrarformi hafa verið ekki verið ræddar. 

 • Geta fulltrúar í samstarfsnefndinni sagt okkur hvers vegna þeir telja að áhuginn á sameiningu sé lítill?

  Kynning á niðurstöðum samstarfsnefndar er rétt að hefjast. Góð þátttaka í fyrsta íbúafundi sýnir að áhuginn á að kynna sér málin er verulegur.

 • Hvaða rekstrarform eru á Kirkjuhvoli vs. Lundi til dæmis?

  Rekstur Lundar (á Hellu) er á hendi ríkisins, sem ber ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimila samkvæmt lögum. Rekstur Kirkjuhvols á Hvolsvelli á hendi Rangárþings eystra og rekstur Klausturhóla er á hendi Skaftárhrepps skv. þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands.

 • Þið talið um að ársreikningar fari úr 15 í 1. Af hverju er ekki búið að fækka þeim í 5? Rang.eystra. Rang.ytra. Ásahreppur. Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur

  Samkvæmt lögum er hvert byggðasamlag og hvert sveitarfélag gert upp fyrir sig. Það er því ekki hægt að fækka ársreikningum nema fækka rekstrareiningum. Á meðan sveitarfélögin reka þjónustu í samstarfi eru því takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að fækka ársreikningum.

 • Á að vera með sameiginlega fjallskilanefnd?

  Afréttir á svæðinu eru víðfeðmir og svæðaskipting fjallskila er því nauðsynleg. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á svæðaskiptingu og fækkun fjallskilanefnda. 

 • Mér finnst eins og enginn sé hrifinn af byggðasamlögum, hvorki íbúar né kjörnir fulltrúar. Hvers vegna er þeim ekki slitið? Höfum við ekki efni á því? Geta sv.félögin ekki rekið sig sjálfstætt?

  Byggðasamlög hafa sína kosti og ókosti. Oft er talið hagkvæmara og/eða betra að veita þjónustuna í samstarfi frekar en að hvert sveitarfélag gerið það fyrir sig. Í þeim tilfellum þar sem sveitarfélög velja að hafa með sér samstarf um rekstur ber þeim að stofna byggðasamlag, nema samstarfið feli í sér að annað sveitarfélagið veiti hinu sveitarfélaginu þjónustu samkvæmt þjónustusamningi. Í núverandi sveitarfélagaskipan er hagkvæmt að reka byggðasamlög um þjónustuna en ef af sameiningu yrði næðist hagkvæmnin fram innan sveitarfélagsins.

 • Hver ábatinn í sameiningu fyrir sveitarfélögin sem hafa góðar tekjur og eru stöndug eins t.d. Rángárþing ytra? Hver verður kostnaður fyrir það? Minnkar hann eitthvað

  Íbúar allra sveitarfélaga myndu njóta góðs af öflugri og faglegri stjórnsýslu og því vænta hagræði sem hlytist af einföldun stjórnkerfis. Eins munu sameiningarframlög lækka skuldir í sameinuðu sveitarfélagi sem eykur svigrúm til fjárfestinga. Í framtíðarsýn samstarfsnefndar er reiknað með að þeir fjármunir sem losnar um verði nýttir til að bæta þjónustu frekar en að lækka kostnað.

 • Hver gætu verið laun fyrir hvern sveitarstjórnarfulltrúa í nýju sveitarfélagi? Eru það full meðallaun (600-700 þús)? Ef nei, hvernig á þá einhver sem er í annarri dagvinnu að geta sinnt þessu meðfram?

  Það er sveitarstjórnar nýs sveitarfélags að ákveð kjör sveitarstjórnarfulltrúa, en í framtíðarsýn samstarfsnefndar er gert ráð fyrir að greiðslur til sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna verði hækkaðar og vinnan skipulögð þannig að hún sé fjölskylduvænni. Vinnuveitendum ber samkvæmt lögum að gefa fulltrúum í sveitarstjórn svigrúm til að sinna skyldum sínum í sveitarstjórn.

 • Er ekki, vegna fjarlægðar Mýrdals og Skaftárhrepps, hægt að sameina bara Rang.eystra, Rang.ytra og Ásahrepp?

  Sú tillaga sem kosið er um nú nær til allra sveitarfélaganna. Verði hún felld í kosningunum 25. september gætu sveitarstjórnir skoðað aðra möguleika, svo sem þann sem spurt er um.

 • Verður öllum skipulags- og byggingafulltrúm sagt upp og einn ráðinn, með aðstoðarmönnum?

  Mönnun í skipulags- og byggingarmálum hefur ekki verið útfærð en það er ekki gert ráð fyrir að starfsmönnum í málaflokknum fækki. Í starfshópnum var lagt til að sérhæfingin yrði aukin og starfsfólki fjölgað.  Í skipulagslögum er gert ráð fyrir einum skipulagsfulltrúa og einum byggingarfulltrúa, en jafnframt getur sami aðili sinnt báðum hlutverkum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það kann því að vera að hlutverk starfsmanna breytist þótt starfsmönnum fækki ekki.

 • Ef sameinað verður hverjar eru þá hugmyndirnar varðandi skrifstofur sveitarfélaganna? Verður þeim og þeirri yfirbyggingu sem nú er til staðar haldið og þær reknar áfram með tilheyrandi kostnaði?

  Í framtíðarsýn samstarfsnefndar er gert ráð fyrir að skrifstofur verði áfram á þeim stöðum þar sem sveitarfélögin eru með starfsstöðvar til að tryggja aðgang íbúa að þjónustu. Gert er ráð fyrir aukinni sérhæfingu starfa og að starfsmenn geti valið sér starfsstöð eftir því hvað hentar hverjum og einum. Einnig er gert ráð fyrir að starfsmenn geti farið á milli starfsstöðva eftir því sem hentar hverju sinni. Fulltrúi sveitarstjóra yrði starfandi á hverri starfsstöð.

 • Verða dvalarheimili fyrir aldraða áfram rekin á þeim stöðum sem þau hafa verið?

  Það er gert ráð fyrir að dvalar- og hjúkrunarheimili, eins og önnur grunnþjónusta, verði áfram rekin á hverjum stað. Sameiningin hefði ekki áhrif á rekstur dvalarheimila og breytingar á starfsemi þeirra eða rekstrarformi hafa verið ekki verið ræddar. 

 • Hver verður fjárfestingargeta hjá nýju sveitarfélagi á ári? Einnig hvernig yrði því háttað og hver eru tækifærin fyrir hvert svæði?

  Áætluð fjárfestingargeta sameinaðs sveitarfélags eru 600-700 m.kr. árlega, en verður líklega meiri þegar tekið er tillit til skuldajöfnunarframlaga. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags ákveður forgangsröðun fjárfestinga og viðhalds. Það er því ekki hægt að segja til um það hvernig fjárfestingar muni dreifast um svæðið.

 • Hver er ábatinn af sameiningu fyrir hvert og eitt sv.félag? Hvað þýðir þetta t.d. fyrir Rang. eystra? Verður meira fé til framkvæmda en nú er á þessu svæði? Finnst vanta svæðisbundna greiningu hjá ykkur

  Íbúar allra sveitarfélaga myndu njóta góðs af öflugri og faglegri stjórnsýslu og það vænta hagræði sem hlytist af einföldun stjórnkerfis myndi koma öllum til góða. Eins munu sameiningarframlög lækka skuldir í sameinuðu sveitarfélagi sem eykur svigrúm til fjárfestinga. Það má búast við að gjöld og skattar hækki þar sem þau eru lægst en lækki þar sem þau eru hæst.

 • Verður einn forstjóri settur yfir dvalarheimilin?

  Sameiningin hefði ekki áhrif á rekstur dvalarheimila og breytingar á starfsemi þeirra eða rekstrarformi hafa verið ekki verið ræddar. 

 • Getur verið ein yfirstjórn yfir hjúkrunarheimilunum til að hagræða í rekstri ?

  Sameiningin hefði ekki áhrif á rekstur dvalarheimila og breytingar á starfsemi þeirra eða rekstrarformi hafa verið ekki verið ræddar. 

 • Er ekki hægt að hagræða verulega í rekstri með því að sameina stofnanir í sameinuðu sveitarfélag, t.d. hafa einn skólastjóra? Sé ekkert um það í kynningunni, hvert verður hagræðið?

  Þetta var rætt í starfshópi um fræðslu- og félagsmál. Niðurstaðan var að ókostirnir við sameiningu skóla undir einum stjórnanda vægju þyngra en kostirnir. Það er því ekki gert ráð fyrir sameiningu skólastofnana í framtíðarsýn samstarfsnefndar. Skólarnir yrðu þó allir undir stjórn einnar fagnefndar sveitarfélagsins. Hagræði fælist aðallega í auknu samstarfi og hagnýtingu sérfræðiþekkingar á milli stofnana.

 • Er ríkisvaldið ekki búið að stilla því þannig upp að það verður ófært fyrir lítil sveitarfélög að standa undir lögbundnum skuldbindingum á næstu árum?

  Stefna stjórnvalda hefur verið að auka kröfur á sveitarfélög og stuðla að sameiningu þeirra. Nýlegar breytingar á sveitarstjórnarlögum fela í sér að fámenn sveitarfélög þurfa að gera grein fyrir stöðu sinni og getu til að sinna lögbundnum skyldum sínum og leggja mat á kosti sameiningar, vilji þau komast hjá því að sameinast.

 • Hvers vegna mun Ásahreppur ekki fá jöfnunarframlög að óbreyttu? Þarf hreppurinn að setja útsvarið sitt í topp til að fá framlögin?

  Árið 2019 var gerð sú breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga að sveitarfélög sem ekki fullnýta heimildir til álagningar útsvars fá framvegis ekki tekjujöfnunarframlög. Sveitarfélagið hefur ekki notið útgjaldajöfnunarframlaga vegna hárra tekna í samanburði við sveitarfélög í sama stærðarflokki.

 • Verður kostnaður og laun við sveitarstjórnarmenn í sameinuðu sveitarfélagi minni en við núverandi fyrirkomulag? Er stefnt að hagræðingu á þessu sviði eða er markmiðið að hækka laun þeirra?

  Fækkun hlutverka hefur í för með sér að hægt er að greiða meira fyrir þau hlutverk sem eftir standa eða spara fjármuni. Sveitarstjórn nýs sveitarfélags tekur ákvörðun um hvort og hversu mikið á að hækka laun fyrir störf í sveitarstjórn og nefndum. Samstarfsnefnd mælir með því að nefndarlaun verði hækkuð.

 • Hverjir eru helstu neikvæðu punktarnir við sameiningu sem komu í ljós við þessa vinnu?

  Neikvæðir puntar úr umræðum koma fram í kynningarefni og sem áskoranir og ógnanir, þ.e. það fólk óttast að gæti gerst og ný sveitarstjórn þyrfti að vera meðvituð um. Sem dæmi má nefna óttann við að íbúar í jaðarbyggðum og í minni sveitarfélögum  missi áhrif og aðgengi að þjónustu eða að starfsstöðvum ríkisstofnana verði fækkað þegar sveitarfélagið er orðið eitt. Miðað við óbreytt jöfnunarkerfi og óbreyttan fjölda sveitarfélaga gætu framlög Jöfnunarsjóðs lækkað um 25-30 m.kr. á ári að teknu tilliti til hækkunar á framlögum vegna fullnýtingar útsvarsstofns í Ásahreppi. Sú breyting kæmi til framkvæmd 5 árum eftir sameiningu.

 • Afhverju verður það ekki meirihluti sem ræður í niðurstöðu kosninga í staðin fyrir að eitt sveitarfélag getur fellt sameininguna?

  Íbúar hvers sveitarfélags taka ákvörðun um framtíð síns sveitarfélags. Þegar kosið er um sameiningu sveitarfélaga er haldin sjálfstæð kosning í hverju þeirra sveitarfélaga sem um ræðir í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Einfaldur meirihluti kjósenda í hverju sveitarfélagi sem ræður því hvort viðkomandi sveitarfélag sameinast öðrum sveitarfélögum og niðurstaðan er bindandi fyrir sveitarstjórn.
  Í sveitarstjórnarlögum er heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining hefur verið samþykkt þótt henni hafi verið hafnað í einhverju(m) þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt í viðræðum, að því gefnu að 2/3 hlutar kjósenda í 2/3 hluta sveitarfélaganna hafi samþykkt sameiningu. Sveitarstjórnirnar fimm hafa lýst því yfir að þessi heimild verði ekki nýtt, enda má líta svo á að forsendur sameiningar séu svo mikið breyttar við brottfall eins eða fleiri sveitarfélaga að það kunni að hafa veruleg áhrif á vilja kjósenda til sameiningar.

 • Hver er kostnaðurinn orðinn við þessa sameiningarvinnu?

  Heildarkostnaður við verkefnið, frá því að að könnunarviðræður hófust og fram yfir sameiningarkosningar er áætlaður um 44 m.kr. Innifalið í því er kostnaður við fundi nefndarinar, verkefnisstjórn, kynningarmál og framkvæmd kosninganna. Allur kostnaður greiðist af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 

 • Mun sameining hafa jákvæð áhrif á fasteignagjöld? Munu þau lækka?

  Fasteignaskatt þarf að samræma innan sveitarfélags. Hann munu því líklega hækka sumsstaðar og lækka annarsstaðar. Gjöld fyrir lóðarleigu,  vatnsveitu, fráveitu og tæmingu rotþróageta verið mismunandi ef þjónustan er mismnunandi en algengast er að sama gjaldskrá gildi fyrir allt sveitarfélagið. Það er því líklegt að þau verði einnig samræmd.  

 • En er ekki óhentugt fyrir sveitarfélag eins ig Mýrdalshrepp, sem hefur sýnt aðhald og góða rekstrarniðurstöðu, að sameinast t.d. Ásahreppi sem er í mínus í rekstri og íbúar óvanir gjaldtöku?

  Rekstrarniðurstaða Ásahrepps var neikvæð árið 2020 og gert er ráð fyrir að hún verði neikvæð árið 2021. Ásahreppur á hins vegar ónýtta tekjustofna þar sem útsvar er í lágmarki sem aftur veldur því að sveitarfélagið fær ekki framlög úr Jöfnunarsjóði. Sveitarstjórn gæti því aukið útsvarstekjur sveitarfélagsins um 14,3%, auk framlaga úr Jöfnunarsjóði. Ásahreppur á auk þess 155 m.kr. í handbært fé. Áhættan er því ekki mikil. 

 • Hvaða rekstrarform er á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hjallatúni og hvernig mun reksturinn á því falla inn í nýtt sveitarfélag? Er þetta Sjálfseignarstofnun?

  Rekstur Hjallatúns er á hendi Mýrdalshrepps og er skráð í fyrirtækjaskrá sem stofnun sveitarfélags. Sameinað sveitarfélag yfirtekur skuldbindingar núverandi sveitarfélaga, þ.á.m. rekstrarsamninga um rekstur öldrunarheimila. 

 • Mun T-listinn stefna á að bjóða fram lista í nýju sveitarfélagi?

  Það hefur ekki verið rætt innan T-listans.

 • Til verkefnishóps. Hvernig sjá þeir fyrir sér ráðningu sveitarstjóra? Er ekki skrítið ef sveitarstjóri er líka í sveitarstjórn? Myndast ekki hagsmunaárekstur ef hann er yfirmaður sjálfs síns?

  Ný sveitarstjórn tekur ákvörðun um það hvernig hún stendur að ráðningu sveitarstjóra. Allur gangur er á því hvort að sveitarstjórar eru pólitiskír fulltrúar eða ráðnir sérstaklega til starfans. Í sveitarstjórnarlögum, stjórnsýslulögum og siðareglum sveitarstjórnar eru ákvæði um það hvenær sveitarstjóra ber að víkja sæti við afgreiðslu mála til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.

 • Hvernig verður reynt að koma í veg fyrir frændhygli í stjórnsýslunni? Verður sveitarfélagið með opinni og gegnsærri stjórnsýslu? Ef já, hvernig þá? Verður opið bókhald?

  Í framðarsýn samstarfsnefndar er sérstök áhersla lögð á gagnsæja, opna og faglega stjórnsýslu. Meðal annars er gert ráð fyrir að fundum verði streymt og að íbúar fái rauntímaaðgang að málum í íbúagátt. Opið bókhald hefur ekki verið rætt í samstarfsnefnd en kæmi vel til greina og myndi styðja við markmiðin. Hætta á frændhygli og hagsmunaárekstrum er talin vera minni í stærri sveitarfélögum en minni.

 • Hafa erlendir ríkisborgarar sveitarfélagana með ákveðið langa búsetu á Íslandi kosningarétt eins og í sveitarstjórnarkosningum?

  Kosningaréttur í sameiningarkosningum er sá sami og í sveitarstjórnarkosningum, sbr. 2. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
   
  Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu.
   Nú eiga ákvæði [9.–11. gr. laga um lögheimili og aðsetur] 1) við um hagi manns og telst hann þá ekki hafa glatað kosningarrétti þótt hann hafi tilkynnt flutning samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.
   Enn fremur eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag [og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag], 2) enda fullnægi þeir að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.
 • Í hverju fellst aukin þjónusta í íþróttamálum í Skaftárhreppi og Mýrdalshreppi?

  Þjónustustig í málaflokknum er mismunandi. Í Rangárþingi eystra er samfella í skóla- og tómstundastarfi og auka ferð í skóla- og frístundaakstri fyrir börn úr dreifbýlinu sem vilja nýta frístundir og félagsstarf. Í Skaftárhreppi eru greiddir frístundastyrkir. Í framtíðarsýn samstarfsnefndar er gert ráð fyrir að þjónustustig yrði jafnað, sem myndi líklega þýða aukna þjónustu akstri í Skaftárhreppi.

 • Oddviti Mýrdalshrepps lýsti skoðun sinni á sameiningu fremur afdráttarlaust á íbúafundi þar í bæ í liðinni viku. Hver er skoðun fulltrúa Skaftárhrepps í þessu máli?

  Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar í Skaftárhreppi og Sandra Brá Jóhannsdóttir hafa lýst því yfir að þær telji að hag íbúa Skaftárhrepps betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi og að þær styðji sameiningu.

 • Gæti Skaftárhreppur sameinast öðrum sveitarfélögum ef Mýrdælingar vilja ekki vera með?

  Já. Sveitarstjórn Skaftárhrepps gæti ákveðið að hefja sameiningarviðræður við eitt eða fleiri önnur sveitarfélög ef sameiningartillagan fellur.Sveitarstjórnir sveitarfélaganna fimm hafa lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimildir til að sameina sveitarfélög þar sem sameiningartillagan er samþykkt, þrátt fyrir að íbúar einhverra sveitarfélaga hafni sameiningu. Það þarf því að hefja nýjar sameiningarviðræður og bera nýja tillögu undir atkvæði íbúa.

 • Hvað gerist ef eitthvað sveitafélag segir nei við sameiningu?

  Ef íbúar fella sameiningartillöguna í einu eða fleiri sveitarfélögum halda sveitarfélögin áfram starfsemi sinni í óbreyttri sveitarfélagaskipan. Samstarf um verkefni myndi halda áfram en líklega yrðu gerðar einhverjar breytingar á fyrirkomulagi þess í ljósi upplýsinga sem komið hafa fram í sameiningarviðræðunum. Vilji sveitarstjórnirnar reyna aðra sameiningarkosti þurfa þær að taka ákvörðun um að hefja nýjar viðræður.

 • Þar sem Kirkjuhvoll er rekinn af og á ábyrgð RE á sérstakri kennitölu þarf þá ekki að upplýsa um skuldastöðu þess heimilis? Eignarhlutur RY í Lundi er 100% skuldlaus.

  Nákvæmt yfirlit yfir rekstur Kirkjuhvols má sjá í samþykktum ársreikningi.  Ársreikningar eru aðgengililegir á heimasíðu Rangárþings eystra

 • Finnst fulltrúum Ásahrepps samstarf í byggðasamlögum við Rangárþing ytra og Rangárþing eystra ganga vel? Hvað mætti laga?

  Ásta Begga kvaðst ánægð með samstarfið og byggðasamlögin. Egill sagði byggðasamlögin vera vandræðaúrræði og benti á þann lýðræðishalla sem fylgir því að vera með 85-90% af starfsemi sveitarfélagsins í byggðasamlögum. Hallin felst í því að ákvörðunartaka færist frá kjörnum fulltrúum og takmarkaðri tengingu fulltrúa í sveitarstjórn við þá málaflokka sem heyra undir byggðasamlög. Við slíkt fyrirkomulag eru einstaka sveitarstjórnarmönnum gert ómögulegt að rækja skyldu sína um eftirlit og stefnumörkun.

 • “Slagkraftur” er tilfinningaþrungið orð og allir túlka það á sinn hátt. Hafið þið raunveruleg dæmi um að sameinað sveitarfélag hafi meiri “slagkraft” og hafi tekist betur upp gagnvart ríkinu?

  Já, í Múlaþingi náðist að færa Fjarðarheiðargöng og Axarvegi af þriðja áfanga samgönguáætlunar á þann fyrsta. Í Þingeyjarsýslum hefur náðst fram mjög aukinn stuðningur við nýsköpun í matvælaframleiðslu í tegslum við viðræðurnar um sameiningu.

 • Það liggur engin sérstök greining fyrir eftir sveitarfél. Því spyr ég: Afhverju ætti íbúi í Rang. ytra að kjósa með sameiningu? Hvaða sérstöku jákvæðu áhrif verða fyrir okkur miðað við óbreytta stöðu?

  Allir íbúar sveitarfélagsins munu njóta góðs af öflugri og faglegri stjórnsýslu. Fjárfestingargeta mun aukast miðað við það sem nú er vegna sameiningarframlaga.

 • Er ekki Rang. ytra bara ágæt rekstrareining í samanburði við önnur svf. á svæðinu? Það þarf því sérstaklega sterk rök fyrir okkur að kjósa já. Sé ekki hver þau sérstöku rök eru, hver eru þau?

  Öll sveitarfélögin eru í ágætum rekstri. Allir íbúar sveitarfélagsins munu njóta góðs af öflugri og faglegri stjórnsýslu.

 • Var ekki skoðað hvernig hægt væri að hagræða í rekstri stofnana? Er ekki rétt að skoða að fækka stjórnendum þar líka en ekki bara fækka sveitarstjórum?

  Í greiningunum var ekki gert ráð fyrir hagræðingu annarsstaðar en í stjórnsýslu og yfirstjórn. Greining á kostnaði og ávinningi við fækkun stjórnenda í stofnunum liggur ekki fyrir. Þó var rætt um að sameina slökkvilið undir einum slökkvilisstjóra. Niðurstaða starfshópsins sem fjallaði um fræðslumál var niðurstaðan sú að faglegur ávinningur af því að hafa stjórnandann á staðnum í hverjum skóla vægi þyngra en mögulegur fjárhagslegur ávinningur af fækkun skólastjóra.

 • Hver er afstaða kjörinna fulltrúa til sameiningar? Þið hafið skoðað þetta betur en við, voruð kjörin til að gæta hagsmuna samfélagsins fyrir okkur, ykkur ber skylda til að taka opinbera afstöðu.

  Vísað er til þeirra yfirlýsinga sem koma fram í upptökum frá fundunum.

 • Hvað meinið þið með að skrifstofurnar haldi sér? Verður ekkert reynt að hagræða varðandi húsakost fyrir yfirstjórn sveitarfélagsins?

  Í framtíðarsýn samstarfsnefndar er ekki gert ráð fyrir því að skrifstofur verði lagðar niður. Það er þó á valdi sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags, eftir að hún tekur við stjórn þess, að skipuleggja starfsemina eins og henni þykir best þjóna hagsmunum íbúa.

 • Var ekki skoðað hvernig hægt væri að hagræða í rekstri stofnana? Er ekki rétt að skoða að fækka stjórnendum þar líka en ekki bara fækka sveitarstjórum?

  Í greiningunum var ekki gert ráð fyrir hagræðingu annarsstaðar en í stjórnsýslu og yfirstjórn. Greining á kostnaði og ávinningi við fækkun stjórnenda í stofnunum liggur ekki fyrir. Þó var rætt um að sameina slökkvilið undir einum slökkvilisstjóra. Niðurstaða starfshópsins sem fjallaði um fræðslumál var niðurstaðan sú að faglegur ávinningur af því að hafa stjórnandann á staðnum í hverjum skóla vægi þyngra en mögulegur fjárhagslegur ávinningur af fækkun skólastjóra.

 • Hvað er átt við með sérstökum fulltrúa sveitarstjórnar á hverjum stað? Verður einn sveitarstjóri og svo nokkrir "aðstoðar" sveitarstjórar? Hvað kostar það? Reply added Cleanup suggestions Hvað er átt við með sérstökum fulltrúa sveitarstjórnar á h

  Það hefur ekki verið útfært hvort um er að ræða sérstaka starfsmenn eða starfsmenn sem sinna öðrum verkefnum samhliða þessu hlutverki. Fyrirkomulagið yrði ódýrara en núverandi fyrirkomulag með fimm sveitarstjórum.

 • Ég vil sérstaklega heyra frá oddvita meirihluta RangYtra (Björk) hvaða afstöðu meirihlutinn hefur. Hún leiðir sveitarstjórn og hefur bestu innsýn í áhrif sameiningar á “okkur”.

  Oddviti meirihluta Rangárþings ytra hefur gefið til kynna að hún styðji sameiningaráformin. Hún hefur jafnframt svarað því til að hún geti ekki svarað fyrir aðra fulltrúa eða aflið að baki meirihlutanum.

 • Er ekki verið að tala í hringi með því að segjast ætla að hagræða og einfalda stjórnsýsluna þegar fyrir liggja tillögur um hverfisráð og starfsstöð á öllum stöðum? Reply added Cleanup suggestions Er ekki verið að tala í hringi með því að segjast

  Einföldunin snýr að fækkun byggðasamlaga, sveitarstjórna og nefnda. Hagræðingin snýr að fækkun sveitarstjóra, upplýsingakerfa og lækkun kostnaðar við nefndarlaun og innkaup. Mögulega væri hægt að ná fram meiri hagræðingu með fækkun starfsstöðva og því að hafa ekki hverfisráð, en samstarfsnefndin telur að það myndi vinna gegn marmkiðum um að íbúar upplifi að þeir fái jafn góða þjónustu eftir samaneinungu sem áður.

 • Hvað eiga kjörnir fulltrúar að vera í miklu starfi?

  Það hefur ekki verið rætt. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags tæki ákvörðun um það hvernig störf sveitarstjórnar- og nefndarfólks yrðu skilgreind og um þau laun sem greidd yrðu fyrir þau störf.

 • Hafið þið talað við íbúa á t.d Eyrarbakka og Stokkseyri um það hve jákvæð áhrif það hafði á litla kjarna eins og þar, þegar sveitarfélagið Árborg varð til?

  Nei, við höfum ekki gert það. Samstarfsnefnd telur að fjarlægðirnar innan sveitarfélagsins kalli á óbreyttan fjölda starfsstöðva, m.a. til þess að koma í veg fyrir að íbúar minni samfélaganna upplifi þjónustuskerðingu.

 • Ég hef áhyggjur af framtíðarsýn varðandi skólamálum hér í Ytra. Ég hef heyrt að engin sameining sé áformuð varðandi skóla, getið þið staðfest að það eigi ekki við um Laugalandsskóla og Helluskóla? Reply added Cleanup suggestions Ég hef áhyggjur a

  Í framtíðarsýn samstarfsnefndar eru ekki áform um að sameina skóla. Það á jafnt við um Laugalandsskóla og Helluskóla og aðra skóla á svæðinu.

 • Hvað á ný sveitarstjórn að vera skipuð mörgum fulltrúum?

  Í framtíðarsýninni er gert ráð fyrir að sveitarsjórnarfulltrúar verði 11 sem er hámarksfjöldi í sveitarfélagi af þessari stærðargráðu skv. stjórnsýslulögum.

 • Aukinn slagkraftur gagnvart ríkisvaldinu? Er ekki sjálfstæðismenn í meirihluta í 3 af 5 sveitarfélögum og sjálfstæðismenn hafa verið í ríkisstjórn mikið til. Hvers vegna njótum við þá ekki þessa krafts?

  Svo virðist sem frekar sé hlustað á raddir fulltrúa stærri sveitarfélaga en fulltrúa minni sveitarfélaga, jafnvel þótt pólitísk tengsl séu fyrir hendi.

 • Ég hræðist sameiningu varðandi þjónustu skólaþjónustu. Réttilega hefur verið bent á að vegalengdir séu áskorun hvað þetta varðar, hvernig sjáið þið fyrir ykkur að fjarþjónusta virki miðað við þörfina. Reply added Cleanup suggestions Ég hræðist sa

  Skólaþjónusta er þegar rekin í samstarfi sveitarfélaganna fimm. Það verða því engar breytingar á starfssvæði hennar. Í framtíðarsýn samstarfsnefndar er gert ráð fyrir að fjarþjónusta verði nýtt til að bæta aðgengi að þjónustu, en ekki hvefur verið útfært með hvaða hætti fjarþjónustan yrði. Sem dæmi um fjarþjónustu sem hefur gefið góða raun má nefna þjónustu talmeinafræðinga.

 • Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að skólaþjónusta virki og nái aftur þeim gæðum sem hún var þekkt fyrir að veita áður en skólaþjónusta Suðurlands var lögð af. Reply added Cleanup suggestions Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að skólaþjónusta virki og ná

  Í þessu verkefni hefur ekki verið lagt mat á gæði skólaþjónustunnar. Fram hefur komið að erfiðlega hefur gengið að manna störf í skólaþjónustunni sem meðal annars er rakið til þess mikla aksturs sem störfin krefjast. Vonir standa til að aukin fjarþjónusta og faglegra umhverfi geri störfin meira aðlaðandi og að hæft starfsfólk fáist til að sinna þjónustunni.

 • Hvernig er það hagur okkar í Rangárvallasýslu að taka til okkar þurfalinga úr austri?

  Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur eru í ágætum rekstri. Það er því ekki um það að ræða að eitthvert sveitarfélaganna sé þvingað til sameiningar vegna bágrar fjárhagsstöðu.

 • Liggur s.s. ekkert fyrir um að það fáist auknir peningar í tengivegi?

  Nei það er ekki fast í hendi. Ráðherra hefur tekið vel í hugmyndirnar en engin loforð eða samningar liggja fyrir.

 • Þeir sem græða á sameiningu eru arkitektar, verkfræðistofur og lánastofnanir. Það er reynsla síðustu sameiningar, hækkandi skuldir, meiri sérfræðikostnaður. Er það ekki rétt?

  Sameining hefði í för með sér lækkun skulda vegna skuldajöfnunarframlaga sem greidd eru út í eitt skipti á fyrstu 5-7 árunum eftir sameiningu. Ef sveitarfélagið nýtir bætta fjárfestingagetu aukast lántökur og líklega þarf að leita til arkitekta og verkfræðinga um hönnun mannvirkja.

 • Hvernig geta kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hefur nú slagorðið "báknið burt" mögulega réttlætt það fyrir sér að skapa eitt risa bákn? Reply added Cleanup suggestions Hvernig geta kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hefur nú sla

  Það er ekki skoðun þeirra sem að verkefninu koma að með einfaldara og skilvirkara stjórnkerfi verði til bákn.

 • Skuldir Ry 2021= 2milljarðar Skuldir Ry2025= 8 milljarðar ef af sameiningu verður ekki. 1700 hræður sem eiga standa undir þeirri skuld. Við verðum að sameinast til að fá skattekjur frá nágrönnum okkar Reply added Cleanup suggestions Skuldir Ry 20

  Ekkert bendir til að skuldastaða sveitarfélagsins verði svo slæm árið 2025. Um lántökur og skuldbindingar sveitarfélaga gilda strangar reglur sem koma í veg fyrir skuldsetningu umfram greiðslugetu.

 • Til hvers er byggðaráð í raun og veru? Og hvers vegna eru fundir þess ekki fyrir opnum tjöldum? Ekki segja úthlutun lóða og fjármálaeftirlit því það er ekki svo í raun.

  Hlutverk byggðarráðs er skilgreint í sveitarstjórnarlögum. Þar stendur m.a. „Byggðarráð fer ásamt framkvæmdastjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin. Byggðarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitarstjórn. Þá sér byggðarráð um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir sveitarstjórn til meðferðar og afgreiðslu“. Þá er heimilt að fela byggðarráði önnur verkefni samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Í starfshópi um stjórnsýslu var gengið út frá því að sveitarstjórn fundaði tvisvar í mánuði og að hlutverk byggðarráðs yrði ekki eins víðtækt og þeirra byggðarráða sem starfa í Rangárþingu eystra og Rangárþingi ytra í dag.

 • Er afstaða sveitastjóra Mýrdalshrepps til sameiningar sú sama og oddvita?

  Nei , sveitarstjóri Mýrdalshrepps er fylgjandi sameiningu.

 • Ef sveitarfélögin hér á Suðurlandi gera með sér aðgerðaráætlun í t.d. vegamálum (engin fær allt en allir eitthvað) gagnvart ríkinu - er eitthvað því til fyrirstöðu að "slagkraftur" náist með því móti?

  Samstaða um aðgerðaáætlun og hagsmunagæslu er ein leið til að ná fram auknum slagkrafti.

 • 50 milljónir í yfirdrátt á Lundi ár eftir ár vegna viðbyggingar. Ætlar Ásahreppur að gera upp byggingasjóðinn upp fyrir kosningar um sameiningu?

  Það hefur ekki komið til tals. Sameinað sveitarfélag yfirtekur skuldir og skuldbindingar gömlu sveitarfélaganna.

 • Hver eru laun sveitarstjórans í Ry núna og við hverju mætti búast í nýju sveitarfélagi hvað það varðar? Hækka þau eða lækka?

  Það er sveitarstjórnar nýs sveitarfélags að ákveða eða semja um laun sveitarstjóra. Almennt má segja að laun sveitarstjóra hækki eftir því sem sveitarfélögin stækka, en það er ekki ófrávíkjanleg regla. Samkvæmt könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gerð var árið 2020 voru mánaðarlaun framkvæmdastjóra í sveitarfélögum með yfir 5.000 íbúa, á bilinu 1.501-2.100 þús.kr. með fastri yfirvinnu. Flestir voru með á bilinu 1.800-2.000 þ.kr.

 • Til RR. Eru mörg sveitarfélög á landinu að haga sorpmálum eins og við gerum hér? Það er að sjá alfarið um það sjálf. Er þetta ekki yfirleitt boðið út?

  Við höfum ekki kynnt okkur fyrirkomulag sorpmála annarsstaðar. Telji sveitarstjórn hagkvæmara og/eða betra að reka sorpþjónustuna sjálf er ekkert óeðlilegt við það að hún geri það.

 • Ca 5000 bílar í sameinuðu sveitarf. Bifreiðagjöld ca 120milljónir. Eldsneytis gjöld ca750m. Samtals 870m sem koma í ríkiskassann á hverju ári. Af hverju sækið þið ekki þessa peninga og setjið í vegina Reply added Cleanup suggestions Ca 5000 bílar

  Bifreiðagjöld og eldsneytisgjöld eru lögð á af hálfu ríkisins. Markmið samstarfsnefndar er að fá aukið fé frá ríkinu til vega- og samgöngumála hvort sem það kemur af þessum tekjustofnum eða öðrum.

 • Var eitthvað talað um í sameiningahópnum að byggja skóla á Hellu fyrir 6 milljarða eins og kom fram á fundinum í gær? Er það inni í þessum fjárfestingatölum? Reply added Cleanup suggestions Var eitthvað talað um í sameiningahópnum að byggja skól

  Í þeirri samantekt sem lögð var fram í vinnuhópi um framkvæmdir í verkefninu Sveitarfélagið Suðurland var gróflega gert ráð fyrir 2 milljörðum kr. í þessi verkefni á næstu árum. Verkefnið er hugsað til langs tíma og áætlun um kostnað síðari áfanga eða tímasetning framkvæmda liggja ekki fyrir.

 • Ef eitt sveitarfélag hafnar (t.d. Ásahreppur) en hin fjögur halda áfram og sameinast síðar. Hvað verður þá um Odda bs. og samstarf Rangárþings ytra við Ásahrepps? Reply added Cleanup suggestions Ef eitt sveitarfélag hafnar (t.d. Ásahreppur) en hi

  Sú sameining sem var til skoðunar hjá samstarfsnefnd náði til þessara fimm sveitarfélaga en ekki annarra valkosta. Það myndi þó líklega þýða að samstarfið yrði endurskoðað með hliðsjón af nýjum aðstæðum. Einn möguleiki er að nýtt sveitarfélag yfirtæki skyldur og réttindi Rangárþings ytra og samstarfið héldi áfram með sama eða svipuðu sniði og nú. Einnig er mögulegt að gerður yrði þjónustusamningur á milli sveitarfélaganna, þannig að sameinað sveitarfélag veitti hinu sveitarfélaginu þjónustu. Þriðji möguleikinn er að sveitarfélögin hætti samstarfi.

 • Hver er stefna SUÐURLANDS varðandi heilsugæslumál?

  Ábyrgð á heilsugæslui er á hendi ríkisins. Stefna sveitarfélaga á Suðurlandi er að standa vörð um þá starfsemi heilsugæslunnar sem er á svæðinu og stuðla að eflingu hennar með öllum ráðum.

 • Verður byggðaráð í nýju sveitarfélagi? Ef já, til hvers?

  Í framtíðarsýn samstarfsnefndar er gert ráð fyrir byggðarráði. Byggðarráð færi með framkvæmdastjórn í samráði við sveitarstjóra og eftirlit með fjármálum og starfsemi sveitarfélagsins. Tilgangur byggðaráðs er meðal annars að flýta afgreiðslum sem ella þyrftu að bíða sveitarstjórnarfundar. Byggðarráð hefur einnig það hlutverk að undirbúa flókin mál til afgreiðslu í sveitarstjórn, s.s. fjárhagsáætlun og viðauka við fjárhagsáætlun. Í starfshópi um stjórnsýslu var gengið út frá því að sveitarstjórn fundaði tvisvar í mánuði og að hlutverk byggðarráðs yrði ekki eins víðtækt og þeirra byggðarráða sem starfa í Rangárþingu eystra og Rangárþingi ytra í dag.

 • Hvað verður um Héraðsnefnd Rang? T.d. ef Ásahr og Ytra hafna sameningu en Eystra fer með Skaft og Mýrdal og sameinast þeim. Verður hún þá til áfram? Verður þá til byggðasamlag við gamla Eystra?

  Tillagan sem liggur fyrir er um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga, verði hún felld er vinnu á grundvelli þeirrar tillögu lokið. Ekki verður haldið áfram með viðræður nema að ný tillaga komi til. Ef til þess kemur mun ný samstarfsnefnd leggja mat á áhrif sameiningar á nýjum forsendum.

 • Í lokaskýrslu verkefnahóps er því slegið föstu að í nýju sveitarfélagi verði um beinar útsendingar að ræða af sveitarstjórn.fundum. Hverjir eru kostir og gallar við beinar úts? Er þetta ekki svo dýrt?

  Ákvörðun um og/eða útfærsla á útsendingum yrði á höndum nýrrar sveitarstjórnar. Útsendingar frá fundum kalla á meiri aga og formfestu í fundarstjórnun og samskiptum fundarmanna. Helsti kostur útsendinga er að þær gefa íbúum færi á að fylgjast með umræðum og afgreiðslum sveitarstjórnar og auka þannig á gagnsæi stjórnsýslunnar. Sumir óttast að beinar útsendingar hafi í för með sér að sveitarstjórnafulltrúar fari að leika hlutverk fyrir myndavélarnar og að samtal sveitarstjórnarfulltrúa á fundum verði stirðara og minna uppbyggilegt.

  Hægt er að senda út fundi með ýmsum hætti og kostnaðurinn fer eftir því hversu mikið er lagt í útsendingarnar og hver gæði útsendingarinnar eiga að vera. Hægt er að streyma fundum eins og gert var á íbúafundunum með einföldum búnaði sem kostar ekki mikið.

 • Hvernig verður fyrirkomulag á sorphirðumálum? Verður ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri yfir það? Verður sorphirðu útvistað eða mun nýtt sveitarfélag sjálft sjá um sorphirðu? Hvort er betri kostur?

  Það kæmi í hlut sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags að útfæra reksturinn. Það er erfitt að segja hvort betra er að sveitarfélög reki þjónustuna sjálf eða bjóði hana út. Oftast eru það hagkvæmnisjónarmið sem liggja til grundvallar fyrir útvistun verkefna.

 • Er Lundur sjálfseignarstofnun?

  Nei, en það hefur verið í skoðun að koma rekstrinum á það form.

 • Mun RY byggja leik- og grunnskóla eða er það bara "ákjósanlegt"?

  Það er gert ráð fyrir fjármunum vegna 1. áfanga í fjárhagsáætlun áranna 2022-2024 og því má telja líklegt að ráðist verði í framkvæmdir.

 • Mun RY ræða sameiningu við önnur sveitarfélög ef þessi tillaga fellur?

  Það hefur ekki verið ákveðið og kemur í ljós ef og þegar sú staða kemur upp.

 • Ef af sameiningu verður, hvernig er með störf starfsmanna sveitarfélaganna, er tryggt að allir haldi sínum störfum eða þarf að auglýsa öll störfin t.d. á skrifstofunni? Reply added Cleanup suggestions Ef af sameiningu verður, hvernig er með störf

  í framtíðarsýninni er gert ráð fyrir að starfsmenn haldi störfum sínum en að þau geti tekið breytingum, s.s. vegna aukinnar sérhæfingar starfa. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur þó ákvörðun um framtíð einstakra starfa og gæti ákveðið að gera breytningar sem krefðust uppsagna.

 • Hver er tilfinning fulltrúa samstarfsnefndar í Ásahrepp varðandi sameiningu. Teljið þið að stemning sé fyrir sameiningu?

  Ásta Begga er ekki bjartsýn á að íbúar kjósi breytingar sem hafa í för með sér að íbúar beri hærri skatta og gjöld. Hún telur því að tillagan verði felld. Egill vonar að tillagan verði samþykkt.

 • Eru fulltrúar Ásahrepps ánægðir með rekstrarniðurstöðu í ársreikningi 2020?

  Neikvæð rekstrarniðurstaða Ásahrepps 2020 er meðvituð ákvörðun sveitarstjórnar, tekin á grundvelli sterkrar eiginfjárstöðu og þess að jafnvægisregla stjórnsýslulaga hefur verið felld úr gildi tímabundið.

 • Hvers vegna er þessi íbúafundur ekki haldinn í Ásahreppi? (Spurt á fundinum í Laugalandi)

  Skrifstofa Ásahrepps er í Laugalandi og húsnæðið að hluta til í eigu sveitarfélagsins. Fulltrúar líta því á það sem sitt að einhverju leyti. Í Ásahreppi er ekkert húsnæði þar sem hægt er að taka á móti gestum.

 • Til fulltrúa Ásahrepps. Verður Laugalandsskóli lagður niður þegar búð er að byggja nýjan 400 barna skóla á Hellu?

  Ásta Begga kvaðst ekki hafa neina trú á því að Laugalandsskóla verði lokað og að allir væru hættir að tala um að leggja hann niður. Í Laugalandsskóla eru 80 nemendur sem gefur ekki ástæðu til að ætla annað en að rekstri hans verði haldið áfram. Uppbygging skólahúsnæðis á Hellu er hugsuð til að mæta fjölgun íbúa í Rangárþingi ytra en ekki til að þjónusta íbúa Ásahrepps eða koma í stað Laugalandsskóla. 

 • Kemur til greina hjá Ásahrepp að kaupa byggingarnar á Laugalandi af Rangárþingi ytra?

  Það hefur ekki komið til tals.

 • Hversu miklu máli skiptir að spá í eignastöðu sveitarfélaga þegar langstærstur hluti þeirra eru ekki seljanlegar eignir? Það er enginn að fara að selja þessar eignir s.s. fráveitukerfi.

  Í kynningarefninu eru eignir og skuldir bornar saman til glöggvunar. Það sem skiptir mestu máli er skuldastaða sveitarfélaganna er góð hvort sem horft er til skuldaviðmiðsins eða samanburðar við önnur sveitarfélög. Sveitarfélögin hafa því svigrúm til að fjárfesta sem þau hefðu ekki ef skuldir væru meiri. Sumar eignir eru seljanlegar, en eins og fram kemur í spurningunni á það ekki við um allar eignir.

 • Hvað hefur þetta sameiningarverkefni kostað okkur skattborgara hingað til? Eruð þið ánægð með árangurinn af þessari vinnu? Hefur einhver grætt á þessu nema þeir sem þiggja nefndarlaunin og ráðgjafar?

  Heildarkostnaður við verkefnið, frá því að að könnunarviðræður hófust og fram yfir sameiningarkosningar er áætlaður um 44 mkr. Innifalið í því er kostnaður við nefndarfundi, verkefnisstjórn, kynningarmál og framkvæmd kosninganna. Allur kostnaður greiðist af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Því til viðbótar hafa verið samþykkt framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að fjárhæð 25 m.kr. til verkefnisins Stafrænt Suðurland. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að gefa íbúum forsendur til að ákveða hvernig þeir greiða atkvæði. Árangurinn er að fyrir liggur mikið af upplýsingum um starfsemi sveitarfélaganna sem þau geta hagnýtt sér hvort sem af sameiningu verður eða ekki. Við erum því ánægð með árangurinn hvað það varðar.

 • Hvernig eiga áshreppingar að hafia vægi í nýju sveitarfélagi, þegar þeir eru aðeins lítill fjöldi íbúa á kjörskrá (160)?

  Áshreppingar yrðu um 5% íbúa í sameinuðu sveitarfélagi. Hver og einn íbúi hefði jafnt vægi á við hvern íbúa hinna gömlu sveitarfélaganna. Líklegt má telja að íbúar Ásahrepps eigi svipaðra hagsmuna að gæta og aðrir íbúar í dreifbýli í sameinuðu sveitarfélagi og stæðu því ekki einir í hagsmunagæslunni.

 • Hvernig er hægt að fullyrða að engar breytingar verði á skólastarfi á Laugalandi þegar 400 barna skóli á Hellu verður orðinn að veruleika?

  Það sem átt er við í kynningarefninu með því að engar breytingar verði í skólamálum, er að sameiningin út af fyrir sig leiði ekki til breytinga í skólamálum eða þess að skólastarf leggist af á Laugalandi. Ef talið væri ákjósanlegt að færa skólastarfið á Hellu gæti slík breyting allt eins átt sér stað í óbreyttri sveitarfélagaskipan. Það stendur þó ekki til og nýrri skólabyggingu á Hellu er ætlað að mæta fólksfjölgun þar.

 • Finnst ykkur íbúasamráð hafa verið mikið? Ég tel ekki þessa fundi núna með því þetta er í raun bara kynning rétt fyrir kosningar, en ekki samráð.

  Í október 2020 voru haldnir íbúafundir þar sem niðursstöður starfshópa voru kynntar og fundargestum gafst kostur á að tjá sig um þær. Fundirnir voru rafrænir og vel sóttir. Í tillögum samstarfsnefndar hefur verið tekið tillit til ýmissa athugasemda og ábendinga sem fram komu á þeim fundum. Að auki hefur verið mögulegt að senda athugasemdir til samstarfsnefndar í gegn um vefinn sem margir hafa nýtt sér. Fundirnir nú eru annars eðlis því tilgangur þeirra er að upplýsa um niðurstöður samstarfsnefndar og svara spurningum um þær. Íbúasamráð í þessu verkefni er sambærilegt við íbúasamráð í öðrum sambærilegum verkefnum, en vegna þess hve mikið verkefnið hefur dregist á langinn hefur liðið langur tími á milli íbúafunda.

 • Í könnun sem gerð var í ferlinu kemur fram hjá íbúum ásahrepps að þeir hafa ekki áhuga á sameiningu við Mýrdal og Skaftárhr. Hví var þessi könnun tekin ef ekki var tekið mark á henni? Íbúasamráð??

  Í könnuninni kom fram að margir höfðu ekki kynnt sér verkefnið. Það var mat sveitarstjórnar Ásahrepps að niðurstöðurnar gæfu ekki tilefni til að slíta viðræðum.

 • Hefur Ásahreppur áhuga á að kaupa hlut í Miðjunni á Hellu?

  Það hefur ekki komið til tals.

 • Mun fasteignaskattur á verslunar og þjónustuhúsnæði lækka ?

  Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er 1,65% í öllum sveitarfélögum nema Rangárþingi eystra þar sem álagningin er 1,50%. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags þyrfti að ákveða með hvaða hætti fasteignaskattur yrðis samræmdur. Til að ná sömu tekjum árið 2020 hefði álagningin í sameinuðu sveitarfélagi að vera 1,62%

 • Vita hin sveitafélögin af því að skóla framkvæmdirnar á Hellu eru að fara kosta um 6 milljarða.

  Það er ekki rétt að ákveðið hafi verið að byggja skólahúsnæði fyrir 6 milljarða króna á Hellu. Í þeirri samantekt sem lögð var fram í vinnuhópi um framkvæmdir í verkefninu Sveitarfélagið Suðurland var gróflega gert ráð fyrir 2 milljörðum króna í þessi verkefni á næstu árum. Undanfarin 3 ár hefur verið unnið að hugmyndum að þróun skólasvæðisins á Hellu til að mæta framtíðarþörfum samfélagsins bæði hvað varðar grunnskóla og leikskóla. Þessi framtíðaruppbygging er hugsuð í nokkrum áföngum. Búið er að ákveða að fullnaðarhanna 1 áfangann sem er 465 fm viðbygging við elsta hluta grunnskólans og reiknað með að sú viðbygging geti risið á næsta ári. Frekari ákvarðanir um útfærslu síðari áfanga og byggingartíma bíða þess að byggingarkostnaður við 1 áfanga liggi fyrir. Þess má geta að strangar reglur gilda um fjárfestingar sveitarfélaga. Annars vegar er hámark á skuldsetningu sveitarfélaga og hins vegar þurfa sveitarfélög að þegar ráðist er í fjárfestingar sem nemVerði sameining samþykkt verða allar ákvarðanir sem varða fjárhag sveitarfélaganna háðar samþykki hinna sveitarstjórnanna.

 • Af hverju hafa áshreppingar ekki leitað samstarfs við Rangárþing ytra, í stað þess að fara í þessar viðræður um miklu stærra sveitarfélag?

  Sveitarstjórn Mýrdalshrepps frumkvæðið að viðræðum um sameiningu. Í erindi mýrdælinga var óskað eftir viðræðum við þessi sveitarfélög og ákveðið var að verða við þeirri bón og láta á það reyna.

 • Hvað fá Áshreppingar fyrir það að skattar og gjöld hækka?

  Egill sagði íbúa ekki fá neina viðbótarþjónustu í staðinn fyrir hærri gjöld. Það sem Áshreppingar fá er aðkoma að því að að móta samfélag sem líklegt má telja að sveitarfélagið verði þvingað til að sameinast í í framtíðinni hvort sem er". Ef markmið um skilvirkari og faglegri þjónustu ná fram að ganga ætti það að skila íbúum ávinningi eins og öðrum íbúum.

 • Munu áshreppingar missa 500 þúsund króna framkvæmdastyrk í nýju sveitarfélagi.

  Það er næsta víst.

 • Er nauðsynleg sameining þessara 5 sveitarfélaga? má ekki gera 2 einingar úr þessu…ekki jafn víðáttumiklar?

  Sú tillaga sem kosið er um nú nær til þessara fimm sveitarfélaga. Ef hún nær ekki fram að ganga er ekkert því til fyrirstöðu að sveitarstjórnir skoði aðra sameiningarkosti, minni eða stærri. Það krefst þó sérstakrar ákvörðunar af hálfu hlutaðeigandi sveitarstjórna.

 • Af hverju er ekki hreppsráð í Ásahreppi?

  Ef spurningin varðar það hvers vegna sé ekki byggðaráð í Ásahreppi er svarið það að í sveitarfélögum þar sem fulltrúar í sveitarstjórn eru fimm er óheimilt að skipa byggðarráð. Í minni sveitarfélögum eru því almennt ekki byggðaráð.  Sveitarstjórnin annar vel þeim verkefnum sem byggðaráðum eru falin annarsstaðar. Í tillögum samstarfsnefndar er gert ráð fyrir íbúaráði sem hafi það hlutverk að gæta hagsmuna íbúa Ásahrepps.

 • Ætlar Ásahreppur að gera upp 50 milljóna yfirdrátt byggingasjóðs Lundar fyrir kosningar um sameiningu?

  Það hefur ekki komið til tals. Sameinað svetiarfélag myndi yfirtaka allar skuldir og eignir gömlu sveitarfélaganna.

 • Var eitthvert framboð sveitarfélaganna fimm með það á sinni stefnuskrá fyrir síðustu kosningar að sameinast öðrum?

  Nei.

 • Hvað með vald byggðaráðs í samanburði við byggðasamlög? Ekki eru allir kjörnir fulltrúar í byggðaráði?

  Það er rétt að sveitarstjórnarfulltrúar eru ekki allir fulltrúar í byggðaráði. Vald byggðaráðs er takmarkað og byggir á umboði frá sveitarfstjórn. Í byggðarráði sitja oftast fulltrúar meiri- og minnihluta og stjórnmálaöfl sem ekki hafa atkvæðisrétt eiga áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Meginmunurinn að allir þeir sem sitja í ráðinu eru kjörnir fulltrúar í sveitarfélaginu. Umboðskeðjan frá kjósendum til stjórnsýslu er því órofin.

 • Getið þið fulltrúa útskýrt hugtökin byggðaráð, hverfisráð, byggðasamlag? Mér sýnist að einhverjir átti sig ekki á þessu.

  Byggðarráð er einskonar framkvæmdastjórn sveitarfélags og er skipað fulltrúum úr sveitarstjórn. Byggðarráð fer ásamt sveitarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins og hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins. Byggðarráð getur afgreitt mál sem ekki varða verulega fjárhag sveitarféagsins ef ekki er ágreiningur innan ráðsins eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina.

  Hverfisráð eða íbúaráð er svæðisbundin nefnd innan sveitarfélags sem fjalla um hagsmunamál íbúa viðkomandi svæðis eða hverfis. Í hverfisráðum sitja jafnan íbúar viðkomandi svæðis. 

  Byggðasamlag er rekstrareining sem byggð er upp í kring um samstarfs sveitarfélaga um sameiginlegan rekstur. Byggðasamlag er með sérstaka kennitölu og stjórn, sem jafnan er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem um ræðir.

 • Það er "her manns búinn að liggja yfir þessu í 2 ár" segir Ágúst, en samt voru málefni dvalarheimila ekki skoðuð, hvers vegna ekki? Feimnismál?

  Málefni dvalar- og hjúkrunarheimila eru á forræði ríkisins. Sameining sveitarfélaga hefur því ekki bein áhrif á fyrirkomulag starfseminnar. Sameinað sveitarfélag myndi taka yfir skyldur núiverandi sveitarfélaga samkvæmt þeim þjónustusamningum sem í gildi eru.

 • Hvað munu fylgja miklir fjármunir í tilraunaverkefnið í samgöngumálum?

  Það er ekki vitað á þessari stundu. Verkefnið er háð þátttöku ríkisins og fjárveitingum frá Alþingi.

 • Hvað reikna Áshreppingar með að hafa mikið áhrif í sameinuðu sveitarfélagi í ljósi þess að þeir eru aðeins 5% af íbúafjöldanum?

  Áshreppingar yrðu um 5% íbúa í sameinuðu sveitarfélagi. Hver og einn íbúi hefði jafnt vægi á við hvern íbúa hinna gömlu sveitarfélaganna. Líklegt má telja að íbúar Ásahrepps eigi svipaðra hagsmuna að gæta og aðrir íbúar í dreifbýli í sameinuðu sveitarfélagi og stæðu því ekki einir í hagsmunagæslunni.

 • Hvaða þjónusta er það sem sameinað sveitarfélag myndi veita Áshreppingum.

  Áshreppingar hefðu aðgang að þjónustu sameinaðs sveitarfélags líkt og aðrir íbúar þess. Gangi væntingar samstarfnefndar eftir ættu þeir því að njóta faglegri og skilvirkari stjórnsýslu eftir sameiningu. Rætt hefur verið um jöfnun þjónustustigs í frístundastarfi og skólaakstri, en í Rangárþingi eystra er farin aukaferð til að gefa börnum úr dreifbýli kost á að taka þátt í frístundastarfi.

 • Vinna fjarlægðirnar ekki gegn jákvæðum áhrifum aukinnar sérhæfingar? Mun ekki fjarlægðin á milli íbúa og þjónustunnar aukast?

  Í framtíðarsýn samstarfsnefndar er gert ráð fyrir að starfsstöðvar verði áfram starfræktar þar sem þær eru í dag og að rafræn samskipti verði nýtt til að að yfirvinna áhrif fjarlægðanna. Gangi framtíðarsýnin eftir hefðu íbúar aðgang að fleiri sérfræðingum en áður og á fleiri sviðum. 

 • Hvernig verður með sorphirðugjald, vatnsgjald og ef til vill fleira sem við erum að fá frítt í dag td þurfa aldraðir ekki að borga þjónustu sem þeir njóta. Varðandi fasteignagjöld það er mikil hækkun að borga 60 þúsund pr mann og taka það af eftirlaunum s

  Það er ekki hægt að svara nákvæmlega hver áhrif sameiningar yrðu á gjaldtöku. Ný sveitarstjórn tekur ákvörðun um gjaldskrár og afsláttarreglur, t.d. fyrir eldri borgara. Álagning útsvars og og fasteignaskatts þarf að vera eins um allt sveitarfélagið, en þjónustugjöld mega vera mismunandi ef þjónustan er sannanlega mismunandi. Það má gera ráð fyrir að þjónustugjöld fyrir sambærilega þjónustu yrði samræmd innan sveitarfélagsins og að gjöld verði tekin fyrir sorphirðu, enda er áskilið í lögum um meðhöndlun úrgangs að gjöld skuli standa undir öllum kostnaði við förgun úrgangs.

 • Þar sem Kirkjuhvoll er rekinn af og á ábyrgð RE á sérstakri kennitölu þarf þá ekki að upplýsa um skuldastöðu þess heimilis? Eignarhlutur RY í Lundi er 100% skuldlaus.

  Eigna og skuldastaða byggðasamlaga og fyrirtækja í eigu sveitarfélaganna var ekki metin í verkefninu. Upplýsingarnar liggja því ekki fyrir.

 • Verða fundargerðir sveitarfélagsins skönnuð pappírsskjöl í nýju sveitarfélagi, eða verða þær stafræn skjöl sem hægt verður að leita að upplýsingum í?

  Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags ákveður með hvaða hætti fundargerðir skuli birtar. Hluti af þeirri greiningarvinnu sem fer fram í gegnum Stafrænt Suðurland er að skoða með hvaða hætti best er að birta upplýsingar eins og fundargerðir sveitarfélaganna, bæði með tilliti til leitar í texta og aðgengis fyrir alla íbúa sbr. möguleika á að stækka letur fyrir sjónskerta og þýða texta fyrir erlenda íbúa.

  Sjálfvirk birting fundargerða úr fundargerðarkerfum verður sífellt algengari og sú leið að skanna inn pappírsskjöl er á undanhaldi. Því má gera ráð fyrir að birting stafræns texta verði ofaná þegar fram líða stundir.

 • Til RR-ráðgjafar. Hvort mæla þeir með að fundargerðir sveitarfélaga séu settar stafrænt inn í gagnagrunn og birtar á vefsíðu, eða prentaðar á blöð svo skannaðar á pdf-skjöl og birtar á vefsíðu.

  Þegar fundargerðir eru birtar á vef togast annars vegar á sjónarmiðið að birta frumgagnið, sem er undirrituð fundargerð, og hins vegar að textinn sé stafrænn, afritanlegur og bjóði upp á leit. Stafrænn texti gefur fólki með skerta sjón möguleika á að nota upplestrarvélar til að lesa textann eða erlendum íbúum að nýta sér þýðingarhugbúnað eins og þann sem er á þessari síðu. Hægt er að fara bil beggja með því að textagreina skannaða skjalið (OCR). Ef ekki er kostur á textagreiningu teljum við aðgengi að upplýsingunum fyrir sjónskerta ætti að vega þyngra en birting undirskrifta. 

  Það er þó rétt að taka fram að þótt fundargerðir séu opinber gögn er birting þeirra á vefsvæðum er ekki lögboðin. Sveitarstjórnum er því í sjálfsvald sett hvort og hvernig þær eru birtar.

 • Þarf meirihluta greiddra atkvæða til að fella tillöguna, eða þarf meirihluti þeirra sem eru á kjörskrá að greiða atkvæði á móti til að fella tillöguna.

  Það er meirihluti greiddra atkvæða sem ræður niðurstöðunni. Sveitarstjórnirnar fimm hafa lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimildir til að sameina sveitarfélög þar sem tillagan er samþykkt þótt hún falli í einhverju sveitarfélaganna. Ef tillagan er felld í einu sveitarfélaganna er hún því í raun fallin í þeim öllum.

 • Er búið að ákveða að kosið verði um sameiningu?

  Já. Þegar sveitarstjórnirnar samþykktu að hefja formlegar viðræður í nóvember hófst ferli sem samkvæmt lögum endar með íbúakosningum.  Kosningarnar fara fram samhliða alþingiskosningum 25. september 2021. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin (sjá frétt).

 • Hvernig kemur Stafrænt Suðurland inn í verkefnið Sveitarfélagið Suðurland?

  Verkefnið Stafrænt Suðurland er undirverkefni Sveitarfélagsins Suðurlands og er markmiðið að undirbúa sveitarfélögin undir veitingu stafrænnar þjónustu og stjórnsýslu. Verkefnið er til eins árs og búið er að mappa upp  ákveðin lykilmarkmið sem eiga að nást með verkefninu.

 • Ef sameining verður samþykkt, hvað mun sveitarfélagið heita?

  Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags ákveður nafnið ef sameining verður samþykkt. Algengt verklag er að kalla eftir tillögum að nöfnum, eiga samráð við Örnefnanefnd og leggja því næst tillögur til atkvæðagreiðslu meðal íbúa.

 • Hvað gerist með verkefnið Stafrænt Suðurland ef það verður ekki af sameiningu?

  Verkefnið Stafrænt Suðurland lifir áfram út frá þeim ramma sem búið er að setja utan um það til eins árs óháð því hvort að sveitarfélögin sameinast eða ekki. Sú vinna mun alltaf koma að gagni fyrir öll sveitarfélögin. Ef að sveitarfélögin samþykkja sameiningu auðveldar þessi vinna og flýtir fyrir að íbúar fari að geta notið rafrænnar þjónustu í sameiginlegu ráðhúsi sveitarfélaganna.

 • Ef af sameiningu verður, hvenær tekur nýtt sveitarfélag til starfa?

  Eftir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 28. maí 2022. Gildistaka yrði um miðjan júní 2022

 • Get ég sem íbúi haft áhrif á verkefnið Stafrænt Suðurland?

  Já ekki spurning. Ef þú vilt koma hugmyndum eða ábendingum á framfæri, hikaðu ekki við að hafa samband við Margrét V. Helgadóttur verkefnastjóra, annað hvort í síma eða með tölvupósti. Nánari upplýsingar má finna hér.

 • Munu sveitarstjórnarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi verða fulltrúar fyrir alla íbúa, hvar sem þeir búa?

  Sveitarstjórnarmönnum ber samkvæmt lögum að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins alls.

 • Hver teiknaði þessar skemmtilegu myndir? Eru til fleiri?

  Elín Elísabet og Rán Flygenring myndlýstu því sem þær heyrðu og sáu á íbúafundum haustið 2020. Það eru fleiri teikningar á svsudurland.is 

 • Hver er munurinn á formlegum og óformlegum sameiningarviðræðum?

  Formlegar viðræður um sameiningu fara fram samkvæmt ákvæðum 119. gr. stjórnsýslulaga nr. 138/2011. Ferlinu því  lýkur með atkvæðagreiðslu á meðal íbúa og niðustöður atkvæðagreiðslunnar í hverju sveitarfélagi eru bindandi fyrir viðkomandi sveitarstjórn. Í ákvörðun um þátttöku í formlegum viðræðum felst því skuldbinding sveitarstjórnar til að láta fara fram atkvæðagreiðslu og til að fylgja niðurstöðum hennar. 

  Óformlegar viðræður fela ekki í sér skuldbindingu af hálfu hlutaðeigandi sveitarstjórna. Þær ráða hvernig viðræðurnar fara fram og geta hver um sig tekið ákvörðun um að hætta viðræðum ef þeim sýnist svo. 

 • Hverjir hafa kosningarétt í atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga?

  Íslenskir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, sem eiga lögheimili í einu sveitarfélaganna sem um ræðir, eru sjálfráða og hafa kosningarétt. Ríkisborgarar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands, sem uppfylla áðurnefnd skilyrði, hafa kosningarétt ef þeir hafa átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt og ríkisborgarar annarra ríkja hafi þeir átt lögheimili á Íslandi í fimm ár samfleytt. Sömu reglur gilda þegar kosið er til sveitarstjórna.