Kynningarbæklingur, ágúst 2021

Í ágúst 2021 var gefinn út kynningarbæklingur til dreifingar á heimili í sveitarfélögunum fimm. Texti kynningarbæklingsins er birtur hér svo erlendir íbúar geti nýtt þýðingarvélina á síðunni til að kynna sér efni hans. Einnig er hægt að sækja pólska útgáfu textans á PDF-sniði hér.

Kosning um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi laugardaginn 25. september 2021

Markmið sameiningar
Kosið verður um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samhliða kosningum til Alþingis, laugardaginn 25. september, 2021.

Markmiðið sameiningarinnar er að bæta þjónustu, efa stjórnsýslu og auka slagkraft til að ná árangri í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum.

Kosningarnar eru bindandi og þarf samþykki meirihluta íbúa í hverju sveitarfélaganna sem koma að verkefninu svo af verði.

Þetta kynningarrit byggir á skýrslu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna, sem byggð var á vinnu og niðurstöðum starfshópa og íbúafunda. Með því viljum við draga upp hlutlausa mynd af sameinuðu sveitarfélagi sem auðveldar kjósendum að taka afstöðu.

Á vefsíðu samstarfsvettvangsins www.svsudurland.is er að fnna nánari upplýsingar um fyrirhugaða sameiningu. Þar geta lesendur eru einnig sent spurningar og ábendingar til samstarfsnefndarinnar.

Komdu á kynningarfund!
Fundirnir verða haldnir sem staðfundir og einnig verður boðið upp á streymi á netinu. Athugið að allir íbúar sveitarfélaganna eru velkomnir á hvern fund.

Rangárþing eystra: Félagsheimilinu Hvoli mánudaginn 6. september, kl. 20:00
Mýrdalshreppur Félagsheimilinu Leikskálum fmmtudaginn 9. september, kl. 20:00
Skaftárhreppur: Félagsheimilinu Kirkjuhvoli mánudaginn 13. september, kl. 20:00
Ásahreppur: Laugalandi þriðjudaginn 14. september, kl. 20:00
Rangárþing ytra: Íþróttahúsinu á Hellu miðvikudaginn 15. september, kl. 20:00

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameininguna hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis. Í sameiningarkosningum eiga námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndunum rétt á að vera teknir á kjörskrá en sækja þarf sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði (K-101) ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist.

Kynntu þér málið og taktu afstöðu!

Atvinnumál og byggðaþróun
Atvinnulíf á svæðinu hefur einkennst af öfugum landbúnaði, matvælaframleiðslu og þjónustu við landbúnað en undanfarin 10 ár hefur gisti- og veitingaþjónusta aukist verulega. Fjöldi býla með búfénað hefur verið nokkuð stöðugur undanfarna áratugi en ræktun alifugla hefur aukist mikið frá árinu 2000. Svæðið er í nálægð við stærsta markaðssvæði landsins fyrir matvæli og hefur gott aðgengi að vörufutningahöfnum í Þorlákshöfn og á höfuðborgarsvæðinu. Sameinað sveitarfélag yrði 9. fölmennasta sveitarfélag Íslands með yfir 5.300 íbúa.

Áskoranir

 • Fjarlægð milli staða, Slæmir vegir og vegaþjónusta.
 • Skortur á aðgengi að heitu vatni og rafmagni hamlar framþróun atvinnulífs.
 • Fjölga þarf störfum fyrir fólk með sérhæfða menntun.

Tækifæri

 • Mikill vaxtarbroddur og tækifæri í ferðaþjónustu
 • Þjóðvegur 1 liggur um svæðið.
 • Sameinað sveitarfélag yrði aðili að Kötlu jarðvangi og Vatnajökulsþjóðgarði.
 • Nálægð við stærsta markaðssvæði landsins fyrir matvæli og skipahafnir.
 • Stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga um fölgun starfa á landsbyggðinni.

Samgöngur og umhverfismál
Samgöngumál eru afar mikilvæg fyrir svæðið en vegir og vegaþjónusta eru slæm. Bættar samgöngur eru mikilvægar fyrir framþróun og aukið öryggi felst í bundnu slitlagi vega og betra almennu viðhaldi. 
Uppbygging og viðhald héraðs- og tengivega er forgangsverkefni. Talið er að sameinað sveitarfélag hefði aukinn slagkraft til að berjast fyrir bættum samgöngum.

Áskoranir

 • Gera þarf endurbætur á Þjóðvegi 1 með tilliti til öryggis.
 • Auka þarf snjómokstur.
 • Nýr flugvöllur er mikilvægt öryggisatriði með tilliti til náttúruvár og umferðarslysa.
 • Huga þarf að hreinsivirkjum í stað rotþróa í þéttbýlum Víkur og Kirkjubæjarklausturs og bjóða þarf út tæmingu rotþróa í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.

Tækifæri

 • Sameiginlegur slagkraftur í uppbyggingu héraðs- og tengivega.
 • Tækifæri liggja í öfugri hagsmunagæslu gagnvart ríkisvaldi í skipulagsmálum á hálendinu.
 • Möguleikar í samþættingu verkefna og aukinni sérhæfngu starfsmanna.
 • Aukin áhersla á umhverfsmál.

Fræðslu- og félagsþjónusta
Samstarf milli skólastiga er gott í öllum sveitarfélögunum en með sameiningu eru ekki fyrirsjáanlegar miklar breytingar á skipulagi skólastarfs. Boðið er upp á dvöl fyrir eins árs börn í öllum leikskólum. Ásahreppur og Rangárþing ytra reka skóla í byggðasamlaginu Odda bs. en önnur sveitarfélög reka eigin skóla. Fjarlægðir á milli byggðakjarna tryggja að skólastarf verður áfram í öllum „hverfum“ nýs sveitarfélags og skólar myndu halda sjálfstæði sínu og stjórnendum.

Áskoranir

 • Mikill skólaakstur og samræming þjónustustigs.
 • Bætt aðstaða skóla er víða aðkallandi verkefni.
 • Fyrirhugaðar breytingar í þjónustu við börn og ungmenni, í tengslum við svokallað farsældarfrumvarp.

Tækifæri

 • Þróun og innleiðing stafrænna lausna til að bæta fræðslu- og félagsþjónustu.
 • Aukin fagleg samvinna og samráð á milli skóla.
 • Betri nýting mannauðs í sérfræðiþjónustu.
 • Aukin fræðsla og menntun starfsfólks.
 • Einföldun verk- og ákvörðunarferla í félags- og skólaþjónustu.
 • Meiri mannauður - hægt að vinna þvert á skóla eða þvert á byggðakjarna.

Menning, frístundir og lýðheilsa
Í sveitarfélögunum fmm er virkt menningar-, íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla aldurshópa og stjórnskipulag þeirra er mjög svipað. Sveitarfélögin hafa gert samninga við íþróttafélög um barna og unglingastarf og veitt þeim aðstöðu auk þess að reka öll sjálf félagsmiðstöðvar. Í Rangárþingi eystra er börnum sem vilja nýta frístundir og félagsstarf boðið upp á skólaakstur heim eftir að reglulegum skóladegi lýkur og í Skaftárhreppi eru greiddir frístundastyrkir. Ljóst er að dreifa þarf stjórnunarstörfum um svæðið, komi til sameiningar, en miðstýring getur leitt til minni skilnings á staðbundnum málefnum.
Sameining hefði líklega ekki mikla breytingu í för með sér í málaflokknum í Rangárþingi eystra, Rangárþingi ytra og Ásahreppi en þjónusta yrði aukin og bætt í Mýrdals- og Skaftárhreppi.

Áskoranir

 • Samræming þjónustu og frístundastyrkja, meðal annars m.t.t. mikilla farlægða.
 • Marka þarf stefnu um nýtingu og rekstur félagsheimila.
 • Að tryggja að menning svæðanna njóti sín og sérstaða hvers svæðis glatist ekki.
 • Mikilvægt er að varast fækkun starfa í hagræðingarskyni.

Tækifæri

 • Aukin sérhæfng starfsmanna sem í dag sinna mörgum verkefnum.
 • Tækniframfarir auðvelda samvinnu þar sem farfundir gera vegalengdir að engu.
 • Meiri möguleikar á að fá starfsfólk með sérfræðimenntun til svæðisins.

Brunavarnir
Þrjú slökkvilið eru starfandi á öllu svæðinu en enginn starfsmaður er i fullu starf.

Áskoranir

 • Búnaði og aðstöðu er ábótavant.
 • Erftt að mæta vaxandi lagakröfum.
 • Efa þarf eldvarnaeftirlit.
 • Miklar vegalengdir.

Tækifæri

 • Ráðning starfsmanna í eldvarnaeftirlit.
 • Aukin þjálfun og fagmennska.
 • Betri nýting tækja.
 • Aukinn slagkraftur í hagsmunagæslu gagnvart stórnotendum.
Öflugri hagsmunagæsla
Sterkara sveitarfélag er betur í stakk búið til af hafa áhrif á ákvarðanir ríkisvaldsins um framtíð stofnanna sem heyra undir það, svo sem skólamál, heilbrigðismál og löggæslu.

Fjármál sveitarfélaganna
Vísbendingar eru um að rekstur sameinaðs sveitarfélags haf góðar forsendur til að standa undir skuldbindingum sínum og standast meginregluna um ábyrga fármálastjórn. Að teknu tilliti til sameiningarframlaga má búast við að skuldir lækki og tekjur hækki, þannig að sameinað sveitarfélag haf enn betri forsendur til standa undir skuldbindingum frá árinu 2022.
Álagning útsvars á launatekjur má vera á bilinu 12,44% til 14,52%. Ásahreppur leggur á lágmarksútsvar en hin sveitarfélögin hámarksútsvar. Samkvæmt ársreikningum ársins 2020 eru áætluð framlög Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarinnar 802 m. kr. Lagabreytingar árið 2020 urðu til þess að Ásahreppur fær engin framlög úr Jöfnunarsjóði. Af þessu má álykta að Ásahreppur muni ekki geta haldið sig við lágmarksútsvar.

Áskoranir

 • Fjöldi mannvirkja sem nýtast ekki sem skyldi og eru komin á verulegt viðhald.
 • Að leggja mat á hvaða fasteignir og jarðir eru nauðsynlegar fyrir rekstur sveitarfélagsins.
 • Mismunandi ástand og rekstrarhæf mannvirkja.
 • Skilgreina þarf verkefni þjónustumiðstöðvanna.
 • Skilgreina þarf hvernig fármagni til fárfestinga og viðhalds eigna verður ráðstafað. 

Tækifæri

 • Að sameina starfsemina í eina starfseiningu sem samræmir framkvæmdir og viðhald af fagmennsku og sérþekkingu.
 • Að vinna viðhalds- og verkáætlanir og útboð betur.
 • Að fylgja framkvæmdum betur eftir.
 • Að auka sérhæfngu í starfsmannahópnum.
 • Möguleiki á hagræðingu í rekstri eigna og
 • samnýta á tæki og áhöld milli áhaldahúsa.

Hagræðing við sameiningu

 • Einn rekstarreikningur í stað fmmtán.
 • Færri upplýsingakerfi og rekstrarsamningar.
 • Aukin fárfestingageta vegna betri nýtingar fármuna og skuldajöfnunarframlaga Jöfnunarsjóðs.
 • Bætt yfrsýn á verkefni
 • Áætluð fárfestingargeta er 600-700 m. kr. árlega.
 • Hagræði við innkaup á upplýsingakerfum og sérfræðiþjónustu gæti skapað tækifæri til ráðninga í 5-6 stöðugildi til að sinna sérfræðiverkefnum.
Dæmi um sparnað við sameiningu:
Rekstur upplýsingakerfa: 24 milljónir
Sérfræðiþjónusta: 62 milljónir
Gerð ársreikninga (fara úr 15 í 1): 35 milljónir

Stjórnsýsla
Sveitarfélögin fmm eiga í miklu samstarf sín á milli en  sameining veitir tækifæri til aukinnar skilvirkni og bolmagn til að veita þjónustu, hagræða í rekstri og einfalda ákvarðanatöku. Hagræðing með fækkun sveitarstjóra og við innkaup á sérfræðiþjónustu og upplýsingatækni skapar tækifæri til að ráða inn starfsfólk og/eða breyta hlutverkum þess og auka þannig sérhæfngu í störfum.

Á mynd hér að neðan má sjá tillögu að stjórnskipan en nánari umföllun má fnna á www.svsudurland.is.

Skipurit nefnda

Schemat organizacyjny systemu komitetowego

Áskoranir

 • Mikilvægt er að tryggja þjónustustig og aðgengi íbúa að stjórnsýslu.
 • Stjórnsýslunni verður að dreifa um allt sveitarfélagið.
 • Mikilvægt er að tryggja áhrif íbúa á nærumhverf sitt ef til sameiningar kemur.
 • Tryggja þarf starfsemi sveitarfélaganna á jaðarsvæðum.
 • Tryggja þarf óskerta þjónusta til íbúa.
 • Tryggja þarf áhrif íbúa á nærumhverf sitt.
 • Tryggja þarf meiri sérhæfngu starfsfólks og aukna fagmennsku.
 • Skoðað verður hvort hægt verði að setja ákvæði í samþykktir sem fela í sér auknar kröfur við ákvörðun um skerðingu grunnþjónustu, t.d. íbúakosning.

Lýðræðishalli
Sveitarfélögin fmm starfa náið saman í földa byggðasamlaga og stjórna, en í þeim eiga sæti 47 fulltrúar. Umsýslukostnaður við samstarfð er um 24 m. kr. árlega. Verði af sameiningu fækkar samstarfsverkefnum um 10. Með samvinnu ná sveitarfélögin að veita meiri þjónustu og með hagkvæmari hætti, en þau geta hvert um sig. Við samstarf sveitarfélaga færist valdið fjær almenningi og ábyrgð á ákvörðunum verður óljósari. Það myndast lýðræðishalli. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd byggðasamlaga á vegum veitarfélaganna og því nauðsynlegt að endurskoða samstarfð, hvort sem af sameiningu verður  eða ekki.

Fimm starfsstöðvar
Stjórnsýsla, fármálaumsýsla og  þjónusta verður þar sem sveitarfélögin eru með starfsstöðvar í dag.  Á hverrri starfsstöð mun starfa fulltrúi sveitarstjóra sem er tengiliður við stjórnsýsluna og getur tekið við erindum, leiðbeint íbúum og stuðlað að samráði.

Stafrænt Suðurland
Þróunarverkefnið Stafrænt Suðurland hóf starfsemi í júní 2021. Markmið þess er að móta einskonar stafrænt ráðhús og þjónustuver fyrir Sveitarfélagið Suðurland og ná fram hagræðingu í rekstri, auknu öryggi í vinnslu gagna og meiri sérhæfngu í störfum. Verkefnið mun skila mikilvægum ávinningi, hvort sem af sameiningu sveitarfélaganna verður eða ekki. Stafrænt ráðhús auðveldar stafræn samskipti við almenning og eykur möguleika á sjálfsafgreiðslu.