Fréttir

Lagt til að kosið verði um sameiningartillögu á næsta ári

Verkefnishópur ,,Sveitarfélagsins Suðurlands“ hefur lagt til við sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður sem lýkur með því að íbúar kjósa um sameiningu sveitarfélaganna á næsta ári. Sveitarstjórnirnar munu fjalla um tillöguna á fundum sínum í desember og taka endanlega ákvörðun.

Samantekt umræðna frá íbúafundum

Eftir fimm íbúafundi og samráð við íbúa liggur fyrir mjög mikið efni. Verkefnisstjórar hafa gert samantekt sjónarmiða og ábendinga sem fram komu á hverjum og einum íbúafundi.

Ensk og pólsk útgáfa kynningargagna frá íbúafundum komin á vefinn

Ensk og pólsk útgáfa kynningargagnanna frá íbúafundunum sem haldnir voru í sveitarfélögunum fimm dagana 19.-27. október er komin á vefinn.

Bein útsending frá íbúafundi í Skaftárhrepp

Hver er munurinn á óformlegum og formlegum sameiningarviðræðum?

Í kjölfar íbúafunda hafa borist fyrirspurnir um hvað það þýði að hefja formlegar sameiningarviðræður og hver munurinn sé á formlegum og óformlegum viðræðum.

Vilja verja heilbrigðisþjónustuna

Rafræni íbúafundurinn í Mýrdalshreppi náði til yfir 100 manns, sem var framar vonum. Það jafngildir því að yfir 15 þúsund manns mæti á fund í Reykjavík. Umræður voru mjög líflegar og áhugaverðar eins og á fyrri íbúafundum. Einar Freyr oddviti Mýrdalshrepps greip í gítarinn og tók lagið milli atriða við mikla hrifningu fundargesta. Rafrænir fundir geta vel verið skemmtilegir!

Bein útsending frá íbúafundi í Mýrdalshrepp

Útsendingin er á facebook síðu sveitarfélagsins

Allt er breytingum háð

Frábær þátttaka var á íbúafundi í Rangárþingi eystra í gærkvöldi. Á fundinn mættu um 80 þátttakendur, en ljóst er að við nokkrar tölvur voru fleiri en einn að taka þátt. Auk þeirra fylgdust um 60 með útsendingu á Facebooksíðu Rangárþings eystra, þannig að fundurinn hefur náð til yfir 150 manns.

Bein útsending frá íbúafundi í Rangárþingi eystra

Göngum að borðinu með opinn huga og jákvæðni

Íbúar í Rangárþingi ytra hafa áður tekið þátt í rafrænum íbúafundi og virðist sú reynsla hafa komið sér vel í gærkvöldi, en rúmlega 70 manns mættu á fundinn. Auk þeirra fylgdust um 30 með útsendingu á Facebooksíðu Rangárþings ytra.