Tillagan samþykkt með naumum meirihluta í Rangárþingi ytra

Úrslit kosninga í Rangárþingi ytra um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps  liggja fyrir. Tillagan samþykkt með naumum meirihluta.
Á kjörskrá voru 1.247 atkvæði greiddu 910 eða 73 prósent.  
Já sögðu 453, nei sögðu 435, auðir og ógildir voru 22.
Tillagan er því samþykkt með 51% atkvæða.