Tillaga um sameiningu felld í Ásahreppi

Talningu atkvæða í kosningum um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps er nú lokið í Ásahreppi. Tillaga um sameiningu var felld.
Niðurstöður eru þessar:
Á kjörskrá voru 159 einstaklingar, 75 konur og 84 karlar, atkvæði greiddu 66 konur og 70 karlar eða samtals 136 Kjörsókn var því 85,5%. 
Auð atkvæði voru 2 eða 1,4% af greiddum atkvæðum
Já sögðu 27 eða 19,9% af greiddum atkvæðum
Nei sögðu 107 eða 78,7% af greiddum atkvæðum
Tillaga um sameiningu er því felld