Starfshópar um einstaka málaflokka hafa tekið til starfa

Ljósmyndari: LM
Ljósmyndari: LM

Vinna við verkefnið Sveitarfélagið Suðurland er komin aftur á skrið. Í byrjun apríl var ákveðið var ákveðið að gera breytingar á tímaáætlun verkefnisins í ljósi samkomutakmarkana vegna heimsfaraldurs Covid-19 og hefja vinnu að nýju eftir verslunarmannahelgi.

Starfshópar verkefnisins hafa tekið til starfa og er áætlað að þeir skili niðurstöðum til verkefnisstjórnar í lok september. Starfandi eru sex hópar um eftirfarandi málaflokka.

  • Atvinnumál og byggðaþróun
  • Eignir veitur og fjárfestingar
  • Fræðslu- og félagsþjónustu
  • Menningu, frístundir og lýðheilsu
  • Samgöngu-, umhverfis- og skipulagsmál
  • Stjórnsýslu og fjármál

Markmið með vinnu starfshópa er að fá fram upplýsingar um stöðu og sjónarmið fyrir mótun framtíðarsýnar, og stuðla að auknum samskiptum. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. Minnisblöð starfshópanna verða birt á vefsíðu verkefnisins.  Hér má finna upplýsingar um starfshópa. 

Verkefnisstjórn verkefnisins mun í kjölfarið fjalla um minnisblöð starfshópa og undirbúa íbúafundi sem áætlað er að fari fram í lok október. Auk íbúafunda verður leitað annarra leiða til samráðs við íbúa.

Stefnt er að því að verkefnisstjórnin skili áliti sínu til sveitarstjórna fyrir miðan nóvember og að sveitarstjórnir taki afstöðu til þess hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður fyrir miðjan desember.

Verði það niðurstaða sveitarstjórna að hefja formlegar sameiningarviðræður er áætlað að atkvæðagreiðslur um sameiningu geti farið fram á árinu 2021. Samþykki íbúar sameiningu muni nýtt sveitarfélag taka til starfa í júní 2022, eftir sveitarstjórnarkosningar.