Sameiningartillaga samþykkt í Rangárþingi eystra

Tillaga um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var samþykkt í Rangárþingi eystra.
1.306 voru á kjörskrá.
977 greiddu atkvæði
Já sögðu 498 (52%)
Nei sögðu 455 (48%)
Auðir og ógildir 24
Tillagan er því samþykkt með 52% greiddra atkvæða.