Sameiningarkosningar fara fram 25. september

Sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps  hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla fari fram 25. september 2021 og falið samstarfsnefnd að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum.

Sveitarstjórnirnar hafa lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Það felur í sér að ef íbúar í einu sveitarfélagi fella tillöguna munu aðrar sveitarstjórnir eiga aftur samráð við íbúa áður en tekin verður ákvörðun um hvort þau þrjú sveitarfélög sameinist. 

Sveitarstjórnirnar telja brýnt að fylgja eftir þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum samstarfsnefndar með þingmönnum og ráðherrum. Sérstök áhersla verði lögð á bundið slitlag á héraðs- og tengivegi, en á svæðinu eru rúmlega 1.300 km af héraðs- og tengivegum. Af þeim eru um 500 km malarvegir eða 38%. Um þá vegi ferðast börn og fullorðnir daglega til skóla og vinnu, en auk þess flytja vegirnir ferðamenn að mörgum fallegustu ferðamannastöðum landsins.

Atkvæðagreiðslan fer fram laugardaginn 25. september 2021.  Í ágúst og september verður tillögunni gerð góð skil í kynningarefni og á kynningarfundum.