Samantekt umræðna frá íbúafundum

Eftir fimm íbúafundi og samráð við íbúa liggur fyrir mjög mikið efni.  Verkefnisstjórar hafa gert samantekt sjónarmiða og ábendinga sem fram komu á hverjum og einum íbúafundi. Í samantektinni er lögð áhersla á að öll helstu sjónarmið sem fram komu á fundinum séu kynnt en sjónarmið fá ekki vægi á grundvelli fjölda þeirra sem töluðu fyrir þeim. Við úrvinnslu þeirra umræðupunkta sem fram komu hefur sjónarmiðum og ábendingum sem komu ítrekað fram á fundunum verið slegið saman og orðalag þeirra samræmt. Slík úrvinnsla felur alltaf í sér einföldun og túlkun þess sem það gerir. Teikningar frá íbúafundinum eru aðgengilegar á svsudurland.is og gefa góða innsýn í umræðurnar.

Hægt er að lesa samantekir á síðunni íbúasamráð.