Opnunartími kjörstaða

Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Minnt er á að erlendir íbúar geta líka átt rétt til að kjósa, þ.e. norrænir ríkisborgarar sem hafa búið á Íslandi í þrjú ár samfellt og aðrir erlendir ríkisborgar sem hafa búið á Íslandi í fimm ár. 

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Kjörstaðir í sameiningarkosningum eru þeir sömu og Alþingiskosningum. 

  • Ásgarður  í Ásahreppi verður opinn frá   kl. 11 til 19
  • Grunnskólinn Hellu í Rangárþingi ytra verður opinn frá    kl. 9 til 22
  • Félagsheimilið Hvoll í Rangárþingi eystra verður opið frá    kl. 9 til 22
  • Heimaland í Rangárþingi eystra verður opið frá     kl. 9 til 18
  • Víkurskóli í Mýrdalshreppi verður opinn frá      kl. 10 til 20
  • Kirkjubæjarskóli í Skaftárhreppi verður opinn frá      kl. 10 til 19

Talning atkvæða hefst á viðkomandi kjörstað þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað, þ.e. eftir kl. 22.  Talning atkvæða skal fara fram fyrir opnum dyrum svo að kjósendum gefist kostur á að vera við, eftir því sem húsrúm leyfir.