Nýtt fyrirkomulag á þýðingu efnis á svsudurland.is

Síðan er nú þýdd yfir á ensku og pólsku með aðstoð þýðingarhugbúnaðar.
Síðan er nú þýdd yfir á ensku og pólsku með aðstoð þýðingarhugbúnaðar.

Í dag var tekið upp nýtt fyrirkomulag á þýðingu efnis á svsudurland. Í stað þess að vera með sérstök svæði fyrir ensku og pólsku er efni síðunnar nú þýtt með aðstoð þýðingarhugbúnaðar þegar tungumálin eru valin. Kosturinn er að allt efni er aðgengilegt á öllum tungumálum jafnóðum en það kann að hafa í för með sér að gæði þýðinganna verði minni en áður.

Til að virkja þýðingarhugbúnaðinn smellir þú á "Velja tungumál" efst til hægri á síðunni. Þá velur þú tungumálið af fellilistanum sem birtist.