Mikill áhugi og margar spurningar á íbúafundi í Ásahreppi

Um þriðjungur atkvæðisbærra Áshreppinga tók þátt á íbúafundi um mögulega sameiningu sveitarfélagsins, sem fór fram í Laugalandsskóla í gær. Umræður voru mjög fjörugar og bárust 30 spurningar til samstarfsnefndar.

Fundartími var lengdur um 45 mínútur, en samt sem áður vannst ekki tími til að svara öllum spurningum. Þeim verður svarað og munu spurningar og svör birtast hér á síðunni fyrir helgina

Upptaka frá fundinum er aðgengileg á Facebook síðunni Sveitarfélagið Suðurland.