Góðar umræður á íbúafundi í Skaftárhreppi

Um 25 íbúar í Skaftárhreppi mættu á kynningarfund um sameiningartillöguna í gærkvöldi, en auk þess voru á bilinu 25-30 að fylgjast með streyminu. Þátttakendur hafa því verið rúmlega 50, en 371 einstaklingur er á kjörskrá fyrir kosningarnar.

Á fundinum voru góðar umræður og bárust 18 spurningar. Svör við þeim birtast hér á síðunni undir Spurningar og svör, eins og frá öðrum fundum. 

Upptaka frá fundinum er aðgengileg á Facebook síðunni Sveitarfélagið Suðurland.