Fjölmenni mætti á fyrsta kynningarfund um sameiningartillöguna

Yfir 120 manns fylgdust með fyrsta íbúafundinum um sameiningartillögu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi sem haldinn var í félagsheimilinu Hvolnum í Rangárþingi eystra 6. september. En um 60 manns mættu í sal og um 60 manns fylgdust að jafnaði með útsendingunni af fundinum í gegnum netið. Margar góðar spurningar voru bornar upp á fundinum en bæði spurningarnar og svör samstarfsnefndarinnar af fundunum verða birt á svsudurland.is

Upptöku af fundinum í heild má sjá hér:

Næstu fundir eru eftirfarandi tímum og stöðum:

MÝRDALSHREPPUR
Félagsheimilinu Leikskálum fimmtudaginn 9. september, kl. 20:00 
SKAFTÁRHREPPUR
Félagsheimilinu Kirkjuhvoli mánudaginn 13. september, kl. 20:00
ÁSAHREPPUR
Laugalandi þriðjudaginn 14. september, kl. 20:00
RANGÁRÞING YTRA
Íþróttahúsinu á Hellu miðvikudaginn 15. september, kl. 20:00

Fundunum verður streymt Facebook síðunni Sveitarfélagið Suðurland. Þátttakendur í fundarsal og þeir sem fylgjast með rafrænt geta sent spurningar til samstarfsnefndar í gegnum samráðsforritið menti.com

Á menti.com er hægt að gefa spurningum annarra atkvæði til að færa þær framar í röðinni eða skrá inn nýja spurningu. Einnig verður boðið upp á hnitmiðaðar spurningar og ábendingar úr sal.

Upptökur  frá fundunum verða aðgengilegar hér að fundum loknum. 

Kynningarfundurinn á Hvolsvelli