Mikill meirihluti fyrir sameiningu í Skaftárhreppi

Talningu atkvæða í kosningum um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps er nú lokið í Skaftárhreppi. Tillagan var samþykkt með 75% greiddra atkvæða.
Niðurstöður eru þessar:
Á kjörskrá voru 370. Atkvæði greiddu 277.  Kjörsókn var því 75%.
Auðir seðlar voru 4 og ógildir 3.
Já sögðu 202 (74,8%)
Nei sögðu  68 (25,2%