Samráð á íbúafundum

Samráð á íbúafundum

Á íbúafundunum fer fram kynning á efni sameiningartillögunnar, en meginmarkmiðið er að heyra sjónarmið íbúa. Samstarfsnefndin vill fá fram spurningar ykkar og ábendingar og svara þeim eftir fremsta megni. 

Á fundunum er notast við rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Til að taka þátt þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá það inn töluröð sem gefinn er upp fyrir hvern og einn fund og þá opnast samráðskerfið. 

Við biðjum fólk að velja hvaðan það kemur, en hægt er að senda eins margar spurningar eða ábendingar og fólk vill. Hægt að líka við góðar spurningar og færast þær þá ofar í röðina. 

Algengustu spurningum verður svarað fyrst. 

Fulltrúar í samstarfsnefnd og verkefnisstjórar verða til svara eftir kynningu og allar spurningar verða birtar undir "Algengar spurningar og svör".