Breytt tímaáætlun Sveitarfélagsins Suðurlands

Endurskoðuð tímaáætlun Sveitarfélagsins Suðurlands
Endurskoðuð tímaáætlun Sveitarfélagsins Suðurlands
Á fundi verkefnishóps Sveitarfélagsins Suðurlands í morgun, 3. apríl, var ákveðið að gera breytingar á tímaáætlun verkefnisins í ljósi heimsfaraldurs Covid-19.
Í fyrri tímaáætlun var gert ráð fyrir að vinna starfshópa færi fram á tímabilinu 11. mars til 14. apríl en þeirri vinnu og samráði við íbúa er frestað vegna samkomubanns. Áætlað er að starfshóparnir hefjist handa að nýju eftir verslunarmannahelgi og að vinnunni ljúki í annarri viku septembermánaðar. Áætlað er að íbúafundir fari fram í byrjun október og að verkefnishópurinn skili greiningu sinni og tillögum til sveitarstjórna í lok október.
Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir að tillaga um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður kæmi til afgreiðslu sveitarstjórna í júní, en þær ákvarðanir verða teknar í nóvember.
Verði það niðurstaða sveitarstjórna að hefja formlegar sameiningarviðræður er áætlað að atkvæðagreiðslur um sameiningu geti farið fram vorið eða haustið 2021. Samþykki íbúar sameiningu muni nýtt sveitarfélag taka til starfa í júní 2022, eftir sveitarstjórnarkosningar. 
Frestunin hefur því ekki áhrif á gildistöku sameiningar ef af henni verður.