Skipað í starfshópa málaflokka

Liður í verkefninu „Sveitarfélagið Suðurland" er að skipaðir verði starfshópar um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málaflokki.

Hver starfshópur ræðir tiltekin verkefni sem verkefnishópnum hefur verið gefin. Markmið með vinnu starfshópa er að fá fram upplýsingar um stöðu og sjónarmið fyrir mótun framtíðarsýnar og stuðla að auknum samskiptum milli aðila. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda. 
Starfshóparnir eru verkefnishópnum til ráðgjafar og veita upplýsingar fyrir mat á stöðu málaflokksins og mögulega sýn til framtíðar í sameinuðu sveitarfélagi. Starfshópnum er einnig ætlað að greina styrkleika og veikleika í viðkomandi málaflokki og þær ógnanir og tækifæri sem felast í mögulegri sameiningu. Það efni sem til verður nýtist í áframhaldandi vinnu með framtíðarsýn ef sveitarstjórnirnar sem að verkefninu standa ákveða að hefja formlegar viðræður. 

Flokkar starfshópanna eru eftirfarandi:

Stjórnsýsla og fjármál
Fræðslu- og félagsþjónusta
Menning, frístund og lýðheilsa
Samgöngu-, umhverfis- og skipulagsmál
Eignir, veitur og fjárfestingar
Atvinnumál og byggðaþróun
Aðkoma ríkisins